Stefnumál 2014

Listi Grindvíkinga í ár er skipaður öflugum og metnaðarfullum hópi. Sýn okkar á samfélagið er sú að heildarhagsmunir og góðar hugmyndir eiga alltaf að hafa forgang. Við erum mannleg og viljum starfa náið með íbúum bæjarins. Á kjörtímabilinu jukum
við svo um munar aðkomu íbúa að fjölmörgum málum. má þar nefna fjárhagsáætlun, skipulag miðbæjarins, gamla bæjarins og hafnarsvæðisins. Þessu ætlum við að halda áfram á komandi kjörtímabili. Vinna saman, bæði í bæjarstjórn og með íbúum, af
skynsemi og ábyrgð. Stefnuskrá okkar er stillt í hóf og unnin með það að markmiði að lofa minna og gera meira. Fáum við ykkar umboð til áframhaldandi góðra verka munum við leggja áherslu á eftirfarandi atriði:

Atvinnumál – atvinna fyrir alla!

Fá fyrirtæki í Grindavík í samvinu
við bæinn og efla atvinnu með
stuðningi og skapa þannig
atvinnumöguleika fyrir alla.

Auka fjölbreytni atvinnulífs og gera
Grindavík að eftirsóttum stað fyrir
uppbyggingu nýrra fyrirtækja.

Endurvekja atvinnumálanefnd og
færa umhverfismál þar inn.

Fjármál

Ábyrg stjórnun fjármuna og
tryggja áframhaldandi góðan
rekstur bæjarins.

Málefn fatlaðra

Efla atvinnu með stuðningi.
Auka afþreyingu fyrir fatlaða.

Heilbrigðismál

Þrýsta á stjórnvöld um að auka
heilsugæsluþjónustuna með
auknum fjárframlögum.

Jafnvel skoða þann kost, fáist nægt fjármagn frá ríkinu að taka yfir þjónustuna.

Málefni eldri borgara

Taka mið af niðurstöðum
nefndarinnar um húsnæðismál eldri
borgara og bregðast þannig við
húsnæðisþörfinni á komandi árum.
Efla heimahjúkrun fyrir veika
og aldraða.
Halda áfram því góða starfi sem
unnið hefur verið í þágu eldri
borgara og efla heimaþjónustuna
enn frekar.

 

Heilbrigðismál

Leita leiða til að ívilna einnig þeim
börnum sem ekki kjósa íþróttir
sem tómstundir.
Halda áfram með íþróttastyrki í
barna- og unglingastarf.
Byggja upp á íþróttasvæðinu með
það að leiðarljósi að það gagnist
sem flestum.

Fræðslumál

Fræðslumálin eru stærsti málaflokkur sveitarfélagsins og skiptir hann okkur miklu máli. Á kjörtímabilinu samþykktum við skólastefnu sem unnin var í samvinnu við skólasamfélagið. Við viljum halda áfram að styðja við þann málaflokk og umfram allt, treysta því mikla fagfólki sem þar starfar til góðra verka.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s