Kristín María & Vilhjálmur leiða Lista Grindvíkinga

Kristín María Birgisdóttir, kennari og formaður bæjarráðs Grindavíkur mun leiða Lista Grindvíkinga í komandi sveitarstjórnarkosninum. Þetta er í þriðja  sinn sem Kristín María leiðir listann en hann bauð fyrst fram árið 2010. Listi Grindvíkinga er óháð framboð sem leggur áherslu á samvinnu þvert á flokka og að styðja við góð mál sama hvaðan þau koma.
***
Kristín María er 38 ára stjórnmálafræðingur með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. Hún er með B.A próf í stjórnmálafræði og hefur einnig menntað sig í mannauðsstjórnun. Ásamt því að vera í bæjarstjórn situr hún í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga, er í varastjórn Lánastjóðs sveitarfélaga og stjórnarformaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
*** 
 Kristín María er í sambúð með Páli Árna Péturssyni, sjómanni og eiga þau soninn Theodór Arnberg (2018). Fyrir á Kristín María soninn Þórð Halldór (2014).
***
Í öðru sæti listans er Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson. Vilhjálmur er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Hann starfar sem tryggingaráðgjafi hjá VÍS í Reykjanesbæ.
***
Vilhjálmur hefur starfað mikið í kringum félagsstörf bæði hjá fyrri atvinnurekendum sem og tengt íþróttum. Hann er í sambúð með Erlu Rut Jónsdóttur, kennara við Grunnskólann í Grindavík og eiga þau þrjú börn, Hreiðar Leó (2010) Maren Sif (2012) og Elvar Frey (2015).
***
Listi Grindvíkinga mun í komandi kosningabaráttu m.a. leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórnun, dagvistunar- og leikskólamál, þjónustu við eldri borgara auk húsnæðismála.
***
Þá mun listinn leggja ríka áherslu á samskipti við stjórnvöld og þrýsta á að m.a. fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði sem fyrst, Grindavíkurvegi verði úthlutað því fjármagni sem þarf til að klára aðskilnað akstursstefna og að heilbrigðis- og öryggisþjónusta verði efld, m.a. með fjölgun sjúkrabíla í bæjarfélaginu.
***
Framboðslisti Lista Grindvíkinga 2018:

1. Kristín María Birgisdóttir – kennari og formaður bæjarráðs
2. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson – tryggingaráðgjafi og viðskiptafræðingur
3. Aníta Björk Sveinsdóttir – sjúkraliði og nemi í iðjuþjálfun
4. Gunnar Baldursson – sjúkraflutningamaður
5. Þórunn Alda Gylfadóttir – kennsluráðgjafi
6. Guðjón Magnússon – pípulagningamaður og starfsmaður Securitas
7. Sigríður Gunnarsdóttir – kennari
8. Steinberg Reynisson – iðnaðarmaður
9. Angela Björg Steingrímsdóttir – framhaldsskólanemi
10. Þórir Sigfússon – bókari
11. Steinnunn Gestsdóttir – starfsmaður í dagdvöl aldraðra í Víðihlíð
12. Steingrímur Kjartansson  – sjómaður
13. Guðveig Sigurðardóttir – húsmóðir og eldri borgari
14. Lovísa Larsen – framhaldsskólakennari

Fljótlega munu birtast ítarlegri upplýsingar um aðra frambjóðendur Lista Grindvíkinga

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s