Allt reynt til að fjölga dagforeldrum

Bæjarstjórn í samvinnu við fræðslusvið hefur í þó nokkurn tíma reynt að efla þjónustu dagforeldra. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu þeirra í Grindavík og er það mat okkar að daggæsla áður en leikskólaganga hefst sé gríðarlega mikilvæg svo foreldrar geti snúið aftur á vinnumarkaðinn við lok fæðingarorlofs.

„Þó er ljóst að á meðan fæðingarorlofið er ekki lengra en raun
ber vitni þá munu sveitarfélög og íbúar þess eiga í vandræðum
með þjónustuna ef ekki fást dagforeldrar til að sinna henni.“

Þó er ljóst að á meðan fæðingarorlofið er ekki lengra en raun ber vitni þá munu sveitarfélög og íbúar þess eiga í vandræðum með þjónustuna ef ekki fást dagforeldrar til að sinna henni. Einn liður í að létta undir með foreldrum barna sem eru hjá dagforeldum, og komast ekki strax á leikskóla, er að niðurgreiða gjaldið svo það sé til jafns við leikskólagjöld. Góð hugmynd sem kom frá minnihlutanum og meirihlutinn samþykkti í upphafi kjörtímabilsins.

Grindavíkurbær styður á margvíslegan hátt við starfsemi dagforeldra í sveitarfélaginu:
• Með niðurgreiðslum gjalda (kr. 55.000,- fyrir hjón og kr. 65.000,- fyrir einstæða m.v. 8 klst. vistun)
• Með auknum niðurgreiðslum gjalda vegna barna sem náð hafa 18 mánaða aldri
• Með styrkjum til að sækja námskeið til verðandi dagforeldra og dagforeldra með bráðabirgðaleyfi
• Með árlegum búnaðarstyrk til dagforeldra
• Með því að leggja til húsnæði til útleigu fyrir starfsemi dagforeldra

Þrátt fyrir framangreindan stuðning sveitarfélagsins við starfsemi dagforeldra hefur ekki ákjósanlegur fjöldi daggæslurýma náðst í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld hafa vilja til að styðja enn frekar við starfsemina með því að veita húsnæðisstyrk til þeirra sem sinna daggæslu í heimahúsi. Styrkurinn myndi nema kr. 15.000,- á hvert barn í daggæslu eða kr. 75.000,- m.v. fimm börn í daggæslu hverju sinni. Ef tveir aðilar myndu sameinast um daggæslu í heimahúsi myndi styrkurinn renna til þess aðila sem leggur heimili sitt til rekstursins.

Það er einlæg von okkar að sá vandi sem blasir við vegna skorts á dagforeldrum til starfa leysist innan tíðar. Bæjaryfirvöld eru sammála um að reyna eftir fremsta megni að koma til móts við þá aðila sem í hyggju hafa á að sinna þjónustunni. Dæmin hér að ofan sýna að viljinn er ríkur.

Pistillinn birtist fyrst í Bæjarmálatíðindum Lista Grindvíkinga sem komu út fyrir jól og lesa má í heild sinni hér. 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s