Áfram góður rekstur

Það hefur verið af nógu að taka á kjörtímabilinu sem senn rennur sitt skeið. Eins og lofað var, hefur verið haldið tryggilega utan um rekstur bæjarins og aðhalds gætt eftir fremsta megni. Sitjandi bæjarstjórn mun skila af sér góðu búi fyrir þá næstu að taka við.

Eins og venja er hér í Grindavík hefur fjárhagsáætlunin verið unnin af allri bæjarstjórn. Vinnufundir hafa verið haldnir auk íbúafundar milli fyrri og seinni umræðu. Mig langar að þakka aftur samstarfsfélögum mínum í bæjarstjórn fyrir góða vinnu, ásamt sviðstjórum og starfsfólki bæjarins. Þá vil ég líka þakka þeim íbúum sem komu á íbúafundinn og létu skoðanir sínar í ljós með hvað mætti bæta. Við ræddum allar hugmyndirnar og farið var í að bregðast við öllu því sem unnt var, en vinna var þegar hafin við sumar þeirra eins og dagvistunarmálin. Það skiptir okkur máli að fá endurgjöf frá íbúum.

„Staða bæjarins er það góð að ekki þarf að taka nein lán fyrir
framkvæmdum. Grindavíkurbær skuldar lítið og hefur því
svigrúm til fjárfestinga í stað þess að greiða niður lán.“

Engin lántaka
Á kjörtímabilinu hefur verið farið í þó nokkrar fjárfestingar. Þær stærstu eru hafnarframkvæmdir við Miðgarð,undirbúningur að nýju íþróttahúsi og sex nýjar íbúðir við Víðihlíð. Ætla má að nýtt íþróttahús komist í notkun snemma á árinu 2019 og vonandi verður hægt að úthluta nýjum íbúðum við Víðihlíð strax næsta vor. Staða
bæjarins er það góð að ekki þarf að taka nein lán fyrir framkvæmdum. Grindavíkurbær skuldar lítið og hefur því svigrúm til fjárfestinga í stað þess að greiða niður lán. Framkvæmdir kalla þó á aukinn rekstur og því er mikilvægt að skila afgangi fyrir það sem koma skal. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir árið 2018 eru rúmar 208 milljónir.

Stærstu fjárfestingar
Stærstu fjárfestingarnar næstu fjögur árin eru; nýtt íþróttahús, íbúðir við Víðihlíð, endurbætur á bæjarskrifstofum,
salernis- og veitingaaðstaða við Hópið, ný dagvistunarrými, frumhönnun að nýjum leikskóla og endurhönnun á Hópsskóla, útiskúr við Hópsskóla til að sinna list- og verkgreinum. Þá má vænta þess að fá ærslabelg (hoppudýnu) á árinu 2019 að beiðni Ungmennaráðs Grindavíkur. Þetta er þó aðeins brot af því sem sett hefur verið fram í eignfærða fjárfestingu en áfram verður unnið að gatna- og stígagerð, sjómannagarður verið áfram í vinnslu ásamt viðhaldsframkvæmdum á þeim byggingum sem bærinn á.

„Grindavík er eftirsóttur staður til að búa á, góð atvinnuskilyrði
og öflug grunnþjónusta spilar þar lykilhlutverk. Það er því
verkefni bæjaryfirvalda að halda lóðaframboði í samræmi við
uppbyggingu innviða.“

Innviðir og uppbygging
Í ný samþykktri fjárhagsáætlun er inni fjármagn til frekari gatnagerðar og deiliskipulags. Innan bæjarstjórnar hefur það verið til umræðu að miklu máli skipti að innviðir þoli þá fjölgun sem gert er ráð fyrir. Um það eru allir bæjarstjórn sammála. Þannig má sjá í áætlun fjármagn til að hefja undirbúning að nýjum leikskóla, auk þess sem áætlað er fjármagn í endurhönnun á Hópsskóla. Nú þegar hefur bæjarstjórn farið í mikla vinnu við að laða að dagforeldra og verður sú vinna áfram inni á borði bæjarstjórnar. Grindavík er eftirsóttur staður til að búa á, góð atvinnuskilyrði og öflug grunnþjónusta spilar þar lykilhlutverk. Það er því verkefni bæjaryfirvalda að halda lóðaframboði í samræmi við uppbyggingu innviða.

Kristín María Birgisdóttir
Formaður bæjarráðs.

 

Pistilinn birtist fyrst í netútgáfu Bæjarmálatíðinda G-listans sem kom úr fyrir jól og má lesa hér. 

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s