Lagfæringar á Grindavíkurvegi skipta miklu máli

Viðtal við formann Ungmennaráðs Grindavíkur

Karín Óla er 17 ára Grindavíkurmær, fædd hér og uppalin. Hún er ný byrjuð aftur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir að hafa verið í skóla í Færeyjum í 5 mánði. Karín hefur mikinn áhuga á félagslífi, útivist, björgunarsveitarstarfi og skemmtilegum áskorunum. Hún var meira en til í að svara nokkrum spurningum fyrir jólablað G-listans.

Hvað kveikti áhuga þinn á Ungmennaráði Grindavíkur?
Fyrir tæpum 4 árum var ákveðið að stofna ungmennaráð hér í Grindavík, ég hafði aldrei heyrt af slíkum ráðum en þótti hugmyndin spennandi. Ég var beðin um að taka þátt og ákvað að slá til. Ég hef sterkar skoðanir og finnst frábært að fá tækifæri til að hafa áhrif.

„Grindavík er æðislegur staður og hér er gott að búa.
Ég held að samheldni og samhugur sé það besta, hér þekkjast
flesir og ef eitthvað bjátar á sér maður strax að bæjarbúar taka
höndum saman.“

Hver eru ykkar helstu verkefni innan ungmennaráðsins?
Okkar helsta hlutverk er að bæta samfélagið fyrir ungt fólk í Grindavík. Við hittumst reglulega á fundum, þar skiptumst við á hugmyndum og vinnum að því að koma þeim bestu í framkvæmd. Við áttum okkur draum um
að gera ungmennagarð við Grunnskólann, garðurinn er kominn, hann var okkar hugmynd og hönnun frá grunni. Á hverju ári fara tveir fulltrúar á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, þar fáum við gott tækifæri til að sjá hvað önnur
ungmennaráð eru að gera. Við höfum háleit markmið og langar að halda áfram að gera góða hluti og erum með góðan lista af verkefnum og mögulega viðburðum til að vinna að.

Hvað finnst þér að betur mætti fara í samfélaginu í Grindavík?
Ólíkir aldurshópar hafa auðvitað ólíkar þarfir og væntingar. Fyrir minn aldurshóp væri gaman að sjá ungmennahús, vettvang fyrir okkur til að koma saman.

Hvað finnst þér gott við samfélagið í Grindavík?
Grindavík er æðislegur staður og hér er gott að búa. Ég held að samheldni og samhugur sé það besta, hér þekkjast flesir og ef eitthvað bjátar á sér maður strax að bæjarbúar taka höndum saman. Íþróttalífið blómstrar og bærinn okkar er hreinn og fallegur.

Ef þú fengir að ráða öllu innan bæjarstjórnar Grindavíkur, hvað myndir þú taka ákvörðun um?
Sem ungur ökumaður í umferðinni færu allir mínir kraftar í yfirstandandi tilraunir á verulegum lagfæringum á Grindavíkurvegi. Annað skiptir minna máli í dag.

Karín Óla Eiríksdóttir
Formaður Ungmennaráðs Grindavíkur

 

Viðtalið má finna í vefútgáfu Bæjarmálatíðinda Lista Grindvíkinga sem má lesa hér.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s