Ríkur vilji til að koma Grindavíkurvegi á samgönguáætlun

Nú í aðdraganda Alþingiskosninga sendi undirrituð fyrirspurn á formenn allra flokka sem buðu fram til þings auk annarra frambjóðenda í Suðurkjördæmi. Fyrirspurnin snéri að ástandi Grindavíkurvegar og hvort viðkomandi flokkur og eða þingmaður hyggðist beita sér fyrir því að koma veginum á áætlun. Fyrirspurnin var svohljóðandi:

Telur þú, og þinn flokkur, ástand Grindavíkurvegar viðunandi eins og hann er núna? Ef ekki, munuð þið beita ykkur fyrir því í að koma honum á samgönguáætlun til að auka öryggi íbúa svæðisins og þeirra ferðamanna sem um hann fara, allt árið um kring?

Ásamt fyrirspurn voru send fjölmörg gögn málinu til suðnings, m.a. skýrslur og úttektir Vegagerðarinnar.

Það skal tekið fram að fyrirspurnin var send tveimur dögum fyrir kosningar og frambjóðendur og formenn flokka eðlilega á fullu. Svar barst frá fjórum flokkum og vil undirrituð þakka svörin fyrir hönd Samráðshóps um bættan Grindavíkurveg. Þau eru eftirfarandi:

Smári McCarthy fyrir hönd Pírata sem náði inn sem jöfnunarþingmaður Suðurkjördæmis:

 Svarið er nokkuð einfalt: nei, Grindavíkurvegur er ekki í ásættanlegu ástandi. Hann er fyrst og fremst hættulega mjór miðað við umferðarþunga. Ég var sjálfur næstum rekinn út af veginum af rútu úr gagnstæðri átt fyrr í vikunni. Ég vil gjarnan beita mér fyrir því að hann komist á samgönguáætlun með breikkun og frekari vegabætur í huga, samanber úttektina sem þú hjálagðir.

Oddný Harðardóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar sem náði kjöri sem þingmaður Suðurkjördæmis:

Samfylkingin telur að ástand Grindavíkurvegar sé óviðunandi. Við munum beita okkur fyrir því að hann verði lagaður til að auka öryggi þeirra sem um hann fara sem fyrst og að hann verði á næstu samgönguáælun og áætlun um fjármögnun framkvæmdanna fylgi með.

Ari Trausti fyrir hönd Vinstri grænna sem náði kjöri sem þingmaður Suðurkjördæmis:

Ég tel ekki að Grindavíkurvegur sé nægilega góður sem slíkur og ekki heldur að umferðaröryggi þar sé nægilegt. Hef m.a. farið nýlega yfir málefnið meðbæjarstjóra og umhverfisfulltrúa á fundi okkar í Grindavík.  Mun beita mér sem þingmaður í Suðurkjördæmi fyrir úrbótum og töku verkefnisins inn í áætlanir.

Ásmundur Friðriksson fyrir hönd Sjálfstæðisflokks sem náði kjöri sem þingmaður Suðurkjördæmis: 

Þakka þér fyrir fyrirspurnina. Ástand Grindavíkurvegar er ekki viðundandi og verður að komast í betra horf. Ég mun beita mér fyrir því að Grindavíkurvegur komist á Samgönguáætlun, auk þess sem ég styð allar góðar tillögur til bættra samgangna við Grindavík.

 

Þar höfum við það. Ég efast ekki um að fleiri flokkar séu þessu sammála og muni einnig leggjast á árarnar með að koma veginum á áætlun. Fyrir liggur hugmynd frá Samráðshópi að ráðast í framkvæmdir á hættulegustu köflunum til að bregðast við sem fyrst. Sú hugmynd hefur verið send Vegagerðinni en nú er það nýrrar ríkisstjórnar að fjármagna og vonandi endurmeta forgang Grindavíkurvegar og koma á áætlun.

 

Kristín María Birgisdóttir

formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s