Viðvarandi skekkja á fjárframlögum til ríkisstofnana á Suðurnesjum

Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fór fram um helgina í Reykjanesbæ var rætt, enn og aftur, að fjárframlög til ríkisstofnana hér á Suðurnesjum er lægra en annars staðar. Fundurinn ályktaði eftirfarandi um menntamál og heilbrigðismál sem hvoru tveggja eru gríðarlega mikilvæg málefni. Við vonum sannarlega að ákallið okkar hverfi ekki út í vindinn og að ný ríkisstjórn bregðist við sem fyrst.

Menntamál:

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 harmar viðvarandi skekkju á fjárframlögum til ríkisstofnana á Suðurnesjum. Þetta birtist ekki síst í framlögum til menntastofnana á svæðinu sem mega sætta sig við mun lægri framlög en sambærilegar stofnanir. Þannig eru framlög til Fjölbrautaskóla Suðunesja 1.436 þúsund krónur á hvern nemanda í fjárlagafrumvarpi ársins 2018 á meðan sambærilegir framhaldsskólar annars staðar á landsbyggðinni fá að jafnaði um 1.761 þúsund á hvern nemanda. Þetta er óásættanleg mismunun sem er erfitt að skilja.

Þá er áhyggjuefni að framlög til þekkingarsetra og símenntunar eru lang lægst á Suðurnesjum auk þess sem áætluð fjárframlög til Keilis setja rekstur skólans enn einu sinni í uppnám þrátt fyrir fyrirheit af hálfu ríkisins um annað.

Fjölgun íbúa á Suðurnesjum er meiri heldur en á öðrum landsvæðum og honum fylgja mörg krefjandi verkefni sem kalla á að menntastofnanir geti sinnt hlutverki sínu. Því skorar aðalfundurinn á ríkisvaldið og þingmenn Suðurkjördæmis að tryggja að menntastofnanir á Suðurnesjum sitji við sama borð og stofnanir á öðrum landsvæðum þegar kemur að framlögum úr ríkissjóði.

Heilbrigðismál:

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.-30. september 2017 skorar Heilbrigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sérstaklega til heilsugæslusviðs.  Biðtími eftir tíma hjá lækni getur verið allt að tvær vikur sem getur ekki talist ásættanlegt.  Fram kemur í úttekt á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja sem gerð var af Embætti Landlæknis í maí s.l. að mönnum lækna og hjúkrunarfræðinga sé ónóg og lítið megi bera út af svo að öryggi sé hugsanlega ógnað vegna ófullnægjandi mönnunar.  Auk þess að heilsugæslan sé augljóslega undirmönnuð af fagfólki, sérstaklega sé ástandið slæmt í geðteymi og meðferðarteymi barna. 

Jafnframt kemur fram að húsnæði Heilsugæslunnar í Reykjanesbæ sé barn síns tíma og uppfylli ekki nútímakröfur sem gerðar eru til húsnæðis heilsugæslustöðva.  Mikilvægt er að húsnæðið verði lagað og uppfylli kröfur sem gerðar eru til þess. 

Fundurinn gerir kröfu um uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. 

Sé gengið út frá forsendum miðspár Hagstofu Íslands um fjölgun aldraðra til ársins 2025 má búast við að öldruðum íbúum á Suðurnesjum fjölgi um 857 á næstu 10 árum og 1708 á næstu 20 árum.  Sé stuðst við reiknireglu ráðuneytisins þyrftu að vera 182 hjúkrunarrými á Suðurnesjum árið 2025 og 267 rými árið 2035.  Í dag eru aðeins 118 skilgreind hjúkrunarrými á Suðurnesjum. 

Þessi staða er með öllu óásættanleg fyrir íbúa Suðurnesja og gerir aðalfundurinn því þá kröfu til stjórnvalda að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í þeirri viðleitni að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfyllir þörf, mæti nútíma- og framtíðarþörfum í málaflokknum og standist samanburð við önnur heilbrigðisumdæmi landsins.  Fundurinn skorar því á Velferðarráðherra að beita sér fyrir bragarbót í öldrunarþjónustu á Suðurnesjum þar sem ríki og sveitarfélögin verði leiðandi í nýrri nálgun í heildrænni þjónustu við aldraða.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s