Mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum  var haldinn föstudag og laugardag, 29.-30.september. Að venju voru teknar fyrir ályktanir þar sem farið er þess á leit við ríkið að bregðast við í þeim málaflokkum þar sem umbóta er þörf. Langmestur tíminn fór í að ræða samgöngumál á svæðinu enda víða pottur brotinn þar eins og margoft hefur komið fram. Fundurinn óskaði eftir að stjórn SSS fengi fund sem fyrst með nýjum samgönguráðherra eftir kosningar til að fara yfir þessi áherlsuatriði Suðurnesjamanna í samgöngumálum. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum voru sammála um að leggja áherslu á eftirfarandi verkefni og var ályktunin samþykkt í þessari mynd:

  • Ljúka þarf tvöföldun vestanverðrar Reykjanesbrautar að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og huga að öryggi vegtenginga að nærliggjandi bæjarfélögum.
  • Tryggja þarf öryggi á Grindavíkurvegi með því að hefja undirbúnings sem fyrst að lagningu „2+1“ vegar frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík.
  • Nauðsynlegt er að ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir þjóðvegunum bæði að Garði og Sandgerði auk þess sem breikka þarf veginn á milli bæjanna.
  • Sveitarfélögin, Vegagerðin og Isavia þurfa að vinna saman að því að auka möguleika fólk til að ferðast fótgangandi og á hjólum á Suðurnesjum með uppbyggingu stígakerfis bæði á milli byggðarkjarna og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
  • Halda þarf áfram að vinna markvist að sjóvörnum með strönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að verjast landbroti af völdum ágangs sjávar.
  • Tryggja þarf að stuðningur ríkisins til uppbyggingar hafna sé í samræmi við samþykkt Svæðisskipulag Suðurnesja þannig að hægt sé að halda áfram með uppbyggingu stórskipahafnar í Helguvík og tryggja stöðu Grindavíkurhafnar og Sandgerðishafnar sem fiskihafna.
  • Auka þarf framlög til vetrarþjónustu á þjóðvegum á Suðurnesjum þannig að hún sé í samræmi við verklagsreglur Vegagerðarinnar um aukna umferð.
  • Mikilvægt er að landshlutasamtök fái nægt fjármagn til að hægt sé að reka almenningssamgöngur án halla enda þær grundvöllur fyrir því að Suðurnesin geti talist eitt atvinnusvæði og að fólk komi til og frá vinnu á stærstu vinnustöðum svæðisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Bláa lóninu.
  • Stærsta og mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar er alþjóðlegur flugvöllur á Miðnesheiði og tryggja þarf að starfsemi og nauðsynleg uppbygging þar geti verið í samræmi við þarfir íslensks samfélags.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s