Undirbúningur að uppbyggingu við Víðihíð kominn á fullt

víðihlíðFyrsti fundur vinnuhóps um viðbyggingu við Víðihlíð fór fram í vikunni. Hópinn skipa þrír fulltrúar bæjarráðs ásamt fulltrúa eldri borgara og starfsmanni Miðgarðs. Hlutverk vinnuhópsins er m.a. að sinna hönnun og gerð útboðsgagna fyrir uppbygginguna. Tillögur að hönnun eiga að liggja fyrir 29. apríl næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun 2016 og 2017 er gert ráð fyrir fjármagni til uppbygginga fjögurra íbúða við Víðihlíð. Á ætlun eru 84 milljónir 2016 og 36 milljónir 2017, samtals 120 milljónir. Skipulagsvinna er hafin og deiliskipulagstillaga í auglýsingaferli. Ég hvet áhugasama að kynna sér hana á netinu eða á 2. hæð hjá bæjarskrifstofunum.

 Fasteignin Víðihlíð er í sameign Grindavíkurbæjar og Fasteigna ríkissjóðs. Eitt af okkar fyrstu verkum er því að eiga samráð við ríkið og upplýsa um áætlanir Grindavíkurbæjar.

Á áætlun er eins og áður segir að byggja 4 íbúðir og þurfum við því að greina hvaða þarfir notendahópurinn hefur og gera tillögur sem hönnuður vinnur úr. T.d: fjöldi íbúða og stærðir, samsetning íbúða þ.e. einstaklings, par eða þriggja herbergja, búnaður í íbúðum og staðsetning viðbyggingar og tenging við núverandi starfsemi.

Vinnuhópurinn skal jafnframt fjalla rekstrarfyrirkomulag íbúðanna, bæði eldri og nýrra íbúða eins og leigufjárhæð, búseturétt, biðlista, inntöku og forgangur ákveðinn. Fyrirkomulag þjónustu og annað sem máli skiptir varðandi rekstur fasteignarinnar.

Vinnuhópurinn skal skila verkefninu af sér með verklýsingu og útboðsgögnum og starfar áfram sem bygginganefnd á framkvæmdatíma verksins.

Í kjölfar fyrsta fundar var tímaáætlun lögð og er hún eftirfarandi:

15. mars tillögur að frumdrögum að grunnmyndum

1.apríl tillögur að frumdrögum að útlit og drög að grunnmyndum

15 apríl  drög að útliti og grunnmyndum

  1. apríl tilbúin tillaga að hönnun

Þá var ákveðið að fara af stað með 4 íbúðir með möguleika á 2 í viðbót seinna. Þegar  kostnaðaráætlun liggur fyrir verður sú ákvörðun endurskoðuð. Paraíbúðir  eins og við sáum á uppdrætti ,sem nefndist A2 sem var með minna svefnherbergi og stærra baði, fannst okkur góður kostur. Þá voru hugmyndir að setja tengla fyrir þvottavél inn í bað svo fólk gæti verið með sínar eigin þvottavélar. Við vildum líka halda í sama útlit á húsi.

Vonandi varpar þessi stutta samantekt frá fyrsta fundi vinnuhópsins einhverri mynd á hvað er framundan. Það er enn tími til að skila inn athugasemdum við deiliskipulagið við Víðihlíð og ég bendi á að skv. teikningum er appelsínugulur stofnanir en rautt er almennur markaður. Svo má auðvitað alltaf senda ábendingar á vinnuhópinn eða sviðsstjóra skipulagssviðs.

Vinnuhópur:

Kristín María Birgisdóttir (bæjarráð) kristinmaria@grindavik.is

Hjálmar Hallgrímsson (bæjarráð) hjalmar2@grindavik.is

Ásrún Helga Kristinsdóttir (bæjarráð) asrun@grindavik.is

Margrét Gísladóttir (fulltrúi eldri borgara) margis2@live.com

Ingibjörg Reynisdóttir (starfsmaður Miðgarðs) ingareynis@grindavik.is

Starfsmaður hópsins er sviðsstjóri skipulagssviðs Ármann Halldórsson armann@grindavik.is

 

Kristín María BirgisdóttirScreen shot 2014-05-20 at 12.13.59 AM

Oddviti Lista Grindvíkinga

 

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s