Staða leikskóla- og dagvistunarmála

kids-playingÞað hafa líklega fáir farið varhluta af þeirri staðreynd að töluverð fjölgun hefur verið hér í Grindavík undanfarið ár. Það er jákvætt að fólk skuli velja sveitarfélagið sem búsetukost enda er hér dásamlegt að búa. Þegar íbúum fjölgar þarf að huga vel að allri þjónustu og sá  þjónustuþáttur sem skiptir töluverðu máli eru dagvistunar- og leikskólamál. Mig langar í þessari samantekt að varpa ljósi á núverandi stöðu og að unnið sé að því að leysa þann vanda að foreldrar komist jafnvel ekki út á vinnumarkaðinn eftir að fæðingarorlofi lýkur vegna biðlista.  Hér á eftir mun ég vitna í minnisblað unnið af fræðslusviði sem bæði hefur verið tekið fyrir í fræðslunefnd og bæjarráði.

Miðað er við að biðlisti telji börn sem eru orðin fullra 18 mánaða.  Framboð á leikskólaplássum í Grindavík eru 218 sem skiptast svo:

krourlaut

 

 

Næst á eftir koma rauntölur ásamt spá um fjölgun.

Biðlistaþróun 2016, til og með ágúst:

bidlisti

 

 

 

 

Nýtt skólaár í leikskólum í ágúst 2016:

Í byrjun ágúst 2016 hætta börn fædd 2010 í leikskólum og hefja nám í grunnskóla.  Við það hverfa 44 börn úr leikskólunum.  Um er að ræða fámennan árgang.  Á sama tíma hafa öll börn fædd árið 2014 orðið fullra 18 mánaða, auk þeirra barna sem fædd eru í janúar og febrúar 2015.  Miðað við gefnar forsendur hér að framan (55 börn á bið 1. ágúst 2016) þá munu 11 börn (55-44) sem náð hafa 18 mánaða aldri ekki eiga kost á leikskólavist í sveitarfélaginu á næsta skólaári og e.t.v. ekki fyrr en haust  2017 (þá orðin 2 og ½ árs).

Þessi staða þýðir að gera þarf einhverjar ráðstafanir, þó ekki þær að byggja þurfi nýjan leikskóla strax. Fræðslusvið er að fara yfir stöðuna og vinna raunhæfar tillögur til að leysa þá stöðu að hér komist fólk ekki út á vinnumarkaðinn vegna þess að allt er fullt á leikskólum og hjá dagforeldrum.

M.v. þessa stöðu eru tvær leiðir að mínu mati sem hægt væri að fara í fljótlega. Önnur er að bregðast við með sama hætti og gert var við Leikskólann Laut sl. haust, að setja niður útistofu við leikskólann Krók og þar með aukadeild því miðað við þessa stöðu þá náði sú stofa sem sett var við Laut ekki að leysa vandann að fullu.

Hin leiðin er að reyna að reyna að fá fleiri dagforeldra til starfa. Margt gæti komið til þar. T.d. að bærinn leigði út þann búnað sem þarf til að reka slíka starfssemi, eins og kerrur, leiktæki ofl. Jafnvel greiða niður námskeiðskostnað dagforeldra. Ég ítreka að þetta eru aðeins vangaveltur og enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hvaða leiðir skuli farnar.

Greina þarf stöðuna heildstætt; út frá fjölgun barna og hvernig hægt er að bregðast við með dagforeldragæslu (einhvers konar hvata frá sveitarfélaginu eins og áður hefur komið fram), hvernig hægt er að fjölgja rýmum á leikskólum (án þess að byggja strax leikskóla) og hvernig og hvort hægt er að nýta skólahúsnæði grunnskólans betur áður en til þess kemur að byggja við Hópsskóla.

Fræðslunefnd bókaði á fundi sínum í janúar eftir að hafa tekið fyrir minnisblaðið um biðlistaþróun eftirfarandi:

Fræðslunefnd leggur til að skólaskrifstofa vinni úr þeim gögnum sem komin eru fram varðandi væntanlega nemendafjölgun í skólum Grindavíkur og vinni tillögur til að bregðast við þeirri nemendafjölgun sem spáð er. Samantekt og tillögur lagðar fram á fundi nefndarinnar í mars.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum á þriðjudag sl. 2. febúar og fól skólaskrifstofu jafnframt að fjalla um tillögur sem myndu miða að því að efla þjónustu dagforeldra í Grindavík. Hér er vert að benda á að á síðasta ári samþykkti bæjarstjórn að greiða niður dagforeldragjöld barna sem væru orðin 18 mánaða og kæmust ekki inn á leikskóla. Foreldrar 18 mánaða barna þurfa því aðeins að greiða upphæð sem nemur leikskólagjöldum komist barnið ekki inn á leikskóla við 18 mánaða aldur.

Hér fyrir neðan má sjá biðlistaþróun frá og með ágúst 2016 í máli og myndum.

Biðlistaþróun frá og með ágúst 2016:

mynd0

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt skólaár í leikskólum í ágúst 2017:

Í byrjun ágúst 2017 hætta börn fædd 2011 í leikskólum og hefja nám í grunnskóla.  Við það hverfa 58 börn úr leikskólunum.  Samkvæmt því ætti biðlistinn að hreinsast á þeim tíma, naumlega þó.

Rétt er að taka fram að aðeins er horft til rauntalna um fjölda barna sem eru skráð í Grindavík á þeim tíma sem minnisblað þetta er lagt fram. Ekki er óvarlegt að gera ráð fyrir einhverri fjölgun barna á leikskólaaldri á tímabilinu.

Skýringarmyndir:

mynd1

 

 

image1 image2

Screen shot 2014-05-20 at 12.13.59 AMKristín María Birgisdóttir

Oddviti Lista Grindvíkinga og

formaður bæjarráðs

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s