Í orði en ekki á borði

Nú eru u.þ.b. tveir mánuðir liðnir frá sveitarstjórnarkosningum. Þeir flokkar sem náðu kjöri hafa undanfarið unnið að nefndarskipan og meirihlutinn vann málefnasamning sem er grundvöllur þess starfs sem framundan er næstu fjögur árin.

Það var ánægjulegt að sjá þar klausu sem G-listinn lagði ríka áherslu á að væri efst í þeim málefnasamningi sem við undirrituðum ásamt Sjálfstæðisflokki vorið 2014:

“Bæjarfulltrúar D og G lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður á að allir í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin. “

Þetta reyndum við í G-listanum að hafa að leiðarljósi í okkar vinnu. Auðvitað gat það gerst að við vorum á undan okkur sjálfum. En þá fengum við ábendingar frá minnihlutanum og auðvitað er alltaf hægt að taka sig á og gera betur.  Klausan um samvinnu þvert á flokka er svona í nýjum samningi B og D lista:

“Bæjarfulltrúar B og D lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður lögð á að allir fulltrúar í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin.”

NÁKVÆMLEGA EINS.  Annað hvort gleymdist að taka út þessa klausu eða þá að þeir flokkar sem nú fara með meirihluta ætluðu sér að vinna áfram samkvæmt þessari hugmyndafræði. Ég hafði trúað því þar til ég heyrði að allir flokkar fengju ekki að koma að ráðningu nýs bæjarstjóra. Ráðningu æðsta yfirmanns sveitarfélagsins.  Meðan G-listinn var í meirihluta kom aldrei annað til greina en að allir flokkar kæmu að ráðningu bæjarstjóra og sviðsstjóra.

Eru þau gildi og þær áherslur sem unnið hefur verið að sl. 8 ár, um að vinna saman eins og best verður á kosið virkilega fyrir bý? Fór þessi EFSTA klausa nýs málefnasamnings fyrir slysni inn í samninginn? Hún er góð og hún er orðrétt frá síðasta samningi. Slys eða meira í orði en á borði?

Kristín María Birgisdóttir

fyrrverandi bæjarfulltrúi

Lista Grindvíkinga

 

Advertisements

Þjóðhátíðarávarp Kristínar Maríu

Kæru Grindvíkingar og aðrir gestir.

Til hamingju með daginn! Lýðveldið Ísland fagnar í dag 74 árum.  Í nokkur skipti hef ég flutt hátíðarræðu fyrir hönd bæjarstjórnar á þessum degi.  Í hvert sinn sem ég stíg í pontu, hvort sem það er við þetta tilefni, setningu menningarviku eða tendrun jólatrésins þá fer ákveðin ígrundun í gang. Hvernig samfélag er Grindavík?

Hér ólst ég upp og myndi hvergi annars staðar vilja búa.  En glöggt er gests augað og ég hef heyrt aðflutta tala um að við séum oft lokuð. Hleypum fólki ekki auðveldlega að okkur. Þetta er auðvitað ekkert algilt en kannski einhver sannleikur í þessu. Ef okkur er ekki bent á hvað megi bæta í okkar fari þá auðvitað breytist það ekki til hins betra. Það má gagnrýna, enda gengur það út á að við erum að rýna til gagns.  

Ég hef setið í bæjarstjórn Grindavíkur í átta, mjög skemmtileg og gefandi ár. Ég hef kynnst miklum fjölda fólks úr öllum áttum, bæði hérna innan Grindavíkur og utan bæjarins. Ég hef alltaf haldið því fram að pólitíkin sé skemmtileg og ég er enn þeirrar skoðunar, þrátt fyrir ömurleg úrslit fyrir minn flokk í nýafstöðnum kosningum. En orðið “pólitík” hræðir. Því miður.

Í aðdraganda sl. kosninga ákváðum við í Lista Grindvíkinga að breyta orðræðunni. Þegar fólk talaði um að hafa ekki áhuga á pólitík þá spurðum við hvort fólk hefði ekki áhuga á samfélaginu í kringum sig? Hvort börn kæmust á leikskóla eða hversu hátt útsvar við greiddum? Yfirleitt var svarið já. Við getum nefninlega snúið þessu við, í stað þess að tala um pólitík og stjórnmál þá erum við að vinna að samfélagsmálum. Vinna Grindavík gagn. Gera frábæran bæ enn betri.

Það var virkilega gaman að sjá fyrir kosningar að sex framboð voru að fara að bjóða fram. Þrátt fyrir að vita að slíkt myndi taka fylgi af okkar flokki þá var þetta jákvætt. Jákvætt vegna þess að fyrst þegar við í G-listanum buðum fyrst fram þá höfðum við áhyggur af áhugaleysi á bæjarpólitíkinni. Og sú staða sem nú er uppi er jákvæð. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Hver sá sem ákveður að taka þátt í stjórnmálum í sínum heimabæ á hrós skilið. Allir þeir sem samþykkja það að taka sæti á lista, sama fyrir hvaða flokk, eiga hrós skilið. Þetta væri ekki hægt ef allir myndu stíga skrefið til baka og afþakka alltaf.  

Við eigum að sýna aðgát og vera málefnaleg. Tækla boltann en ekki manninn. Pólitíkin er óvægin og það hræðir fólk oft til að koma og taka þátt. Þess vegna eru stjórnmálin ekki fyrir hvern sem er. Fólk sem tekur að sér að sitja í bæjarstjórn eða á þingi þarf breitt bak og þykkan skráp. Hvers vegna? Jú vegna þess að oft er hlutum haldið fram sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Hlutir sem ekki er einn einasti flugufótur fyrir. Við þurfum að taka hlutina með fyrirvara og ekki trúa öllu því sem sagt er. Ekki bara í pólitíkinni heldur lífinu sjálfu. En á móti kemur að þá erum við að gefa færi á því að vera gagnrýnd með því að bjóða okkur fram. Það fylgir því.

Það voru áhugaverð orð sem ég las um daginn um viðhorf.  Jákvætt viðhorf  skiptir miklu máli . Það er vont að sjá aðeins erfiðleika og hindranir í lífinu. Það er erfitt að þroskast andlega ef viðhorf okkar er alltaf neikvætt. Í hverri stöðu er eitthvað jákvætt en við þurfum oft að gefa okkur tíma til að finna það. Annars förum við á mis við að sjá allt það dásamlega í kringum okkur meðan við  kvörtum yfir hlutskiptum okkar. Ef okkur finnst við hafa staðnað er fljótlegasta leiðin að gefa af sér. Við þekkjum að sælla er að gefa en þiggja. Við erum það sem við hugsum, ef við hugsum það besta, löðum við fram það besta.

Að sitja i bæjarstjórn er gefandi og krefjandi. Við fáum sjaldan að vita þegar við erum að standa okkur en alltaf strax um leið og einhverjum finnst við ekki vera á réttri leið. Við eigum að gagnrýna en hrósum líka. Sýnum að það sem fólk gerir, hvort sem það er í stjórnsýslu bæjarins, í skólunum eða öðrum stöðum,  sé metið. Hrósum meira. Ég hef aldrei fengið jafn mikið hrós fyrir störf mín sem bæjarfulltrúi eins og þegar ég náði ekki endurkjöri. Mikið hefði ég viljað fá eitthvað af þessu fyrr.

Við lærum svo lengi sem við lifum og alltaf erum við að draga lærdóm af þeim verkefnum sem við tökum að okkur. Það hefur verið mikill skóli að vinna að málefnum bæjarins undanfarin ár. Grindavík er í blóma. Hér er mikill vöxtur, töluverð uppbygging hefur átt sér stað á stuttum tíma og nú tekur við að styrkja innviði. Fjölga plássum á leikskóla og stækka Hópsskóla. Byggja upp leiguíbúðir og koma upp félagsaðstöðu eldri íbúa. Svo fátt eitt sé nefnt. Grindavík er frábært samfélag. Það er fólkið og mannauðurinn sem gerir hana að því sem hún er.

Nýrri bæjarstjórn óska ég velfarnaðar í sínum störfum, samstarfsfólki mínu, bæði í bæjarstjórn sem og starfsmönnum bæjarskrifstofu þakka ég innilega samfylgdina og samstarfið. Öðrum óska ég farsældar og geðilegs sumar. Njótum þess og lifum núna. Og þrátt fyrir rigningu. Munum þá viðhorfið.

Takk fyrir mig. 

Kristín María Birgisdóttir

fyrrverandi bæjarfulltrúi Lista Grindvíkinga

Brýnt að lengja fæðingarorlofið sem fyrst

Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er rætt um fæðingarorlofið á tveimur stöðum. Annars vegar er fjallað um það undir kaflanum Jafnréttismál en þar segir:

“Ríkisstjórnin leggur áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem sett verður á dagskrá í samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er lenging fæðingarorlofs og hækkun orlofsgreiðslna í fæðingarorlofi.”

Einnig er fjallað um lengingu fæðingarorlofs undir kaflanum Velferðarmál en þar segir:

“Gott samfélag er barnvænt samfélag. Alþingi hefur samþykkt að brúa þurfi bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og er lenging fæðingarorlofs mikilvægt framlag ríkisins í þá brúarsmíð. “

Þetta hljómar vel og mun vonandi gerast fyrr en á síðustu metrum kjörtímabilsins. Þingmenn og ráðherrar vita af þeim landlæga vanda sem er víða í sveitarfélögum. Það gengur oft illa að fá dagforeldrar til starfa. Í nýafstöðum sveitarstjórnarkosningum lofuðu margir flokkað að taka börn inn á leikskóla um 12 mánaða aldur. Sem er gott. Það þarf þó að lengja fæðingarorlofið  í 12 mánuði til að brúa þetta bil. Eru stjórnvöld byrjuð á samtali sínu við aðila vinnumarkaðarins?

Á komandi kjörtímabili er samtakamáttur sveitarfélaga mikilvægur til að þrýsta á þessar umbætur.  Ekki bara sveitarfélaga hér á Suðurnesjum heldur landinu öllu.

 

Eftir kosningar

Eftir að talið var upp úr kjörkössunum þann 26. maí sl. varð ljóst að Listi Grindvíkinga náði ekki manni inn í bæjarstjórn. Það voru eðlilega mikil vonbrigði enda var það stefna okkar að ná að halda sitjandi bæjarfulltrúa áfram. Það hafðist því miður ekki. Listi Grindvíkinga vill engu að síður þakka þeim sem lögðu traust sitt á flokkinn. Við vorum mjög metnaðarfull fyrir kosningarnar og vönduðum okkur mikið. Það var þó alveg ljóst að með 6 framboðum yrði róðurinn þungur.

Innan okkar raða er fólk með brennandi áhuga á samfélagsmálunum og við munum fylgjast með af hliðarlínunni næstu 4 árin. Við eigum þennan vettvang, þessa vefsíðu og munum halda áfram að setja inn vangaveltur og skoðanir okkar um bæjarmálin, fyrst og fremst hér í Grindavík.

Hefur þú gert upp hug þinn?

Frambjóðendur Lista Grindvíkinga bjóða bæjarbúum í kosningakaffi milli 11:00 – 17:00 í dag í Hraunteigi. Í kvöld hefst svo kosningavaka á Papa´s frá 21:00. Ef þú ert ennþá óákveðinn um hvað skuli kjósa þá bjóðum við upp á spjall um stefnuna í kosningamiðstöðinni í allan dag. Vertu velkomin!

Kjötsúpa milli 19:00 – 21:00

kjotsupaListi Grindvíkinga býður bæjarbúum upp á kjötsúpu í kvöld milli 19:00 – 21:00. Í kjölfarið hefst Bar-svar þar sem tveir og tveir eru saman í liði. Léttar veitingar í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Frambjóðendur

Bar-svar í kvöld!

Listi Grindvíkinga verður með opið hús í kosningamiðstöð sinni í kvöld. Bar-svar (pub quiz) hefst kl. 21:00 og verðlaun í boði fyrir efstu tvö liðin. Tveir og tveir spila saman. Í boði verða léttar veitingar og ljúfir tónar. Allir hjartanlega velkomnir að líta við!

Frambjóðendur

Utan kjörfundar í Grindavík

Um leið og G-listinn minnir fólk á að kjósa utan kjörfundar vill hann koma eftirfarandi á framfæri:

Lokað er hjá Sýslumanninum fyrir utan kjörfundar atkvæðagreiðslu í hádeginu hér í Grindavík, þar sem viðburðir á vegum stjórmálaafls er á sama tíma við hliðina. Áróður er bannaður á kjörstað og því verður að loka fyrir atkvæðagreiðsluna á meðan.

Það er þó opið til 18:00 í Grindavík og svo er hægt að kjósa í Reykjanesbæ og þar er opið til 19:00.

Kosningablaðið komið á netið

Blaðið okkar í Lista Grindvíkinga hefur nú verið borið í flest hús í Grindavík. Við viljum, eins og undanfarið, hafa allt okkar efni aðgengilegt á netinu. Hér má lesa blaðið í heild sinni. 

 

Stefnuskrá

 

 

 

Myndir:  Guðfinna Magnúsdóttir

Umbrot og hönnun: Bjarna Thors, grafískur hönnuður

Ábyrgð og umsjón: Kristín María Birgisdóttir

Töfrar og tónar á Salthúsinu

Daníel Örn töframaður mætir á Salthúsið fimmtudagskvöldið 24. maí  og sýnir áður óséð töfrabrögð. Í kjölfarið mætir Ingó veðurguð og heldur uppi stuðinu til miðnættis. Allir velkomnir!

Til hamingju með kosningaréttinn!

Þann 26. maí gefst þér sem kjósandi tækifæri til að hafa áhrif á hverjir muni sitja í bæjarstjórn Grindavíkur næsta kjörtímabil.  Þannig gefst þér tækifæri til að móta samfélagið okkar. Þitt atkvæði skiptir miklu máli. Við viljum hvetja þig til að kynna þér stefnumál framboða hér í Grindavík og frambjóðendur.
Af hverju er G-listinn góður kostur?
•       G-listinn treystir ungu fólki og er með yngsta frambjóðandann
•       G-listinn er með skýra framtíðarsýn og leggur fram ábyrga stefnu
•       G-listinn er óháð stjórnmálaafl sem setur hagsmuni Grindavíkur framar öllu
•       G-listinn hugsar um framtíð okkar Grindvíkinga
•       G-listinn vill að Kvennó verði miðstöð ungs fólks í Grindavík

Við vonum að þú nýtir kosningarétt þinn á kjördag og kjósir um framtíð Grindavíkur!

Kveðja,

Angela Björg Steingrímsdóttir
Yngsti frambjóðandi í Grindavík til sveitarstjórnar
&
Kristín María Birgisdóttir
Oddviti Lista Grindvíkinga

Ódýr og örugg leiga

Við í Lista Grindvíkinga leggjum ríka áherslu á að í boði verði ódýrar leiguíbúðir og höfum þar helst í huga þá tekjulægri í sveitarfélaginu. Hugmynd okkar gengur út á það að bæði ríki og sveitarfélag leggi til fjármagn í verkefnið sem stofnframlag. Áætlað er að heildarhlutur ríkis og sveitarfélags séu á bilinu 30-34% en það fer eftir húsnæðisþörfinni í Grindavík. Það hlutfall sem eftir stendur mun síðan heyra undir þá sjálfseignarstofnun sem tekur þátt í verkefninu og er rekin án hagnaðarmarkmiða.  Hugmynd okkar í G-listanum er að byrja á byggingu 10 íbúða sem væru 85 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum. Greiðslubyrgði fer aldrei yfir 25% af heildartekjum leigjanda að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Við í G-listanum viljum að Grindavíkurbær kaupi tvær af þessum íbúðum og noti í félagsþjónustuna. Eitt af okkar fyrstu verkefnum, komumst við í bæjarstjórn, verður að taka frá lóð fyrir verkefnið og hefjast handa strax.

​Treystið okkur áfram til góðra verka og setjið x við G á kjördag!

Kristín María Birgisdóttir

1. sæti á Lista Grindvíkinga

Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson

2. sæti á Lista Grindvíkinga​

Eftirfarandi grein birtist í nýjasta tölublaði Víkurfrétta:

Frambjóðendur á ferðinni

Frá heimsókninni í Miðgarð

Þessa viku hyggjast efstu frambjóðendur Lista Grindvíkinga heimsækja fyrirtæki og stofnanir í bænum. Heimsóknir hófust í gær og litu þau Kristín María, Vilhjálmur og Aníta Björk m.a. inn til starfsfólks í Vélsmiðju Grindavíkur, upp á bæjarskrifstofurnar, í Landsbankann og í Miðgarð við Víðihlíð. Alls staðar voru móttökur góðar, umræður skemmtilegar og fjöldi gagnlegra ábendinga. Á morgun miðvikudag kl.14:00 munu þau halda áfram að hitta fólk og ætla m.a. að halda opinn fund á bókasafninu. Allir velkomnir að líta við í spjall við frambjóðendur.

Við minnum á stefnuskrá G-listans hérna á síðunni ef fólk vill glöggva sig betur á málunum!

Kveðja,

Frambjóðendur

Framboðsfundur á bókasafninu

Listi Grindvíkinga heldur opinn fund í Iðunni við Ásabraut miðvikudaginn 16. maí kl. 14:00. Fundurinn fer fram á bókasafninu. Þar gefst fólki kostur á að hlýða á stefnumál G-listans fyrir komandi kosningar og spjalla við efstu frambjóðendur um málefnin.

Allir velkomnir!
Frambjóðendur xG

Jasna wizja przyszłości – odpowiedzialny program!​

Listi Grindvíkinga  – Odpowiedzialność – Stabilność – Doświadczenie

  •  Kontynuacja odpowiedzialnego zarządzania budżetem.
  • Przyjęcie 12-miesięcznych dzieci do przedszkola i stworzenie oddziału dla 5-latków przy powiększaniu Hópsskóli.
  • Rozpoczęcie całościowego planowania dla każdego obszaru tematycznego. 
  • Wprowadzenie abonamentów na śniadania w szkole podstawowej.
  • Działania na rzecz budowy tanich mieszkań pod wynajem z dofinansowaniem z gminy.
  • Naciski na władze, by zakończyły remont Grindavíkurvegur, przedłużenie urlopu macierzyńskiego do 12 miesięcy i wzmocnienie służby zdrowia.​

Biuro wyborów znajduje się przy Víkurbraut 21a

x- G

Pub Quiz á Salthúsinu

Föstudaginn 11. maí kl.20:00  býður G-listinn bæjarbúum að koma og taka þátt í Pub Quiz á efri hæð Salthússins. Pub Quiz er skemmtilegur spurningaleikur þar sem spyrill spyr fjölda spurninga og  þátttakendur skrifa niður á blað sín svör.

Tveir og tveir eru saman í liði og það lið sem er stigahæst vinnur. Verðlaun eru í boði fyrir þrjú stigahæstu liðin. Lendi fleiri í þeim sætum verður dregið (eins og í Bingó).

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!  Allir velkomnir.

Frambjóðendur Lista Grindvíkinga

Vöfflukaffi mill 15:00 – 17:00

Kæru Grindvíkingar,

Boðið er uppá vöfflukaffi á kosningaskrifsstofu G-listans í dag klukkan 15:00

Hvetjum við Grindvíkinga til að líta við í Hraunteigi í vöfflukaffi og ræða við frambjóðendur.

Frambjóðendur G-lista

Þrýstingur á ríkið og ábyrg fjármálastjórnun lykilatriði

Meðfylgjandi grein Kristínar Maríu og Vilhjálms Ragnar birtist í Víkurfréttum:

Óháð framboð Lista Grindvíkinga býður í þriðja sinn fram til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí næstkomandi. Tilgangur okkar hefur alltaf verið sá að vinna þvert á flokka, vinna faglega og heiðarlega og hafa alltaf hag íbúana í forgrunni. Við viljum skýra framtíðarsýn sem fylgt verður eftir með ábyrgri stefnu. 

Áherslur okkar í komandi kosningum eru fjölmargar. Helst ber þó að nefna að ábyrg fjármálastjórnun er lykillinn að öllu því sem á eftir kemur. Dagvistunarmál ásamt leik- og grunnskólamálum eru áherslumál okkar og líklega annarra flokka líka þar sem farið er að þrengja að. Því skiptir máli að finna góða lausn en um leið hagkvæma.
 
Húsnæðismál verða líka ofarlega á baugi hjá okkur þar sem leiguíbúðir eru af skornum skammti og ekki á færi allra að kaupa eða byggja. Þessu þarf að bregðast við. Málefni eldri íbúa eru okkur hugleikin. Þjónusta við þennan hóp hefur verið góð. Það þrengir engu að síður að húsakosti þeirra og munum við hafa lausnir á því í okkar stefnu. Við viljum bjóða upp á heilsueflandi heimsóknir og endurhæfingu heima fyrir.
 
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur þurft að vera í miklum samskiptum við ríkið vegna Grindavíkurvegar. Þau samskipti munu halda áfram því ekki þarf aðeins að þrýsta á að Grindavíkurvegur verið lagaður og kláraður, heldur þarf líka að þrýsta á lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði. Dagvistunarvandinn er landlægur og við honum þarf ríkið að bregðast í samvinnu við sveitarstjórnarstigið. 
 
Öryggismálin skipta líka sköpum. Við í Lista Grindvíkinga munum leggja áherslu á eflingu heilbrigðisþjónustunnar, bæði með aukinni þjónustu heilsugæslunnar auk fjölgun sjúkrabíla í bæjarfélaginu. Þetta þarf að gerast með aðkomu ríkisins og munum við þrýsta á þessar umbætur. Það er ekki nóg að ræða þetta í stefnuskrá rétt fyrir kosningar. Það þarf að fylgja þessu eftir með mikilli vinnu og samskiptum við hið opinbera.
 
Á þessu kjörtímabili hefur Listi Grindvíkinga lagt sig fram í vinnu sinni í þágu íbúana og í samskiptum við hið opinbera. Uppskeran er að farið verður í fyrsta áfanga á Grindavíkurvegi í haust. Við erum tilbúin í áframhaldandi vinnu. Á komandi kjörtímabili skiptir máli að kjörnir fulltrúar séu tilbúnir að leggja sig fram í samtal og þrýsting á stjórnvöld. Við erum tilbúin í þá vinnu.
 
Til þess þurfum við ykkar stuðning!
X G
 
Kristín María Birgisdóttir
1. Sæti á Lista Grindvíkinga
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson
2. Sæti á Lista Grindvíkinga

 

5 ára í Hópsskóla

Eitt af stefnumálum okkar í Lista Grindvíkinga er að kanna möguleikann á því að setja svokallaða 5 ára deild innan Hópsskóla þegar hann verður stækkaður. Þetta er hugmynd sem við bárum undir aðila innan fræðslusviðs. Útfærslan verður að sjálfsögðu innan sviðsins og hér með er alls ekki verið að segja að 5 ára börn eigi að vera hluti af aðalnámskrá grunnskólanna. Það eru ýmsir möguleikar í boði sem geta líka verið spennandi. Þetta getur líka verið leikskóladeild innan veggja Hópsskóla.

Það eru til skólar þar sem 5 ára börn byrja á grunnskólastiginu og síðan eru til leikskólar aðeins fyrir 5 ára börn. Þá er námsefni þar sérstaklega valið fyrir þann aldurshóp. Áherslunámsþættir þar eru t.d. stærðfræði, íslenska, hreyfing, tónlist, leikur og félagsleg samskipti.

Það eru viðbrigði fyrir leikskólabörn að hefja grunnskólanám. Til að gera þessar breytingar sem eðlilegastar bæði fyrir börn og foreldra skiptir miklu máli að vel sé að þeim staðið og að samfella og samvinna ríki á milli skólastiganna. Hér hlýtur viljinn til verksins líka að skipta máli.

Rannsóknir hafa verið gerðar á bæði leik- og grunnskólastiginu og komið hefur í ljós að samvinna milli skólastiganna hér á landi hefur verið fremur lítil þó að kveðið sé á um hana í lögum og námskrám. Hér er t.d. tækifæri til að gera betur þó ekki sé með neinum hætti verið að setja út á þá samfellu sem unnið er að hér í Grindavík.

Ástæðan fyrir því að Listi Grindvíkinga vill skoða þennan möguleika er sú að eitt af stefnumálum okkar er líka að stækka Hópsskóla og bæta við deildum á Króki. Með því að hafa í huga þann möguleika að taka 5 ára börn inn í Hópsskóla mun myndast svigrúm innan hinna leikskólanna að taka börn inn 12 mánaða. Það eru ákveðin tækifæri í þessari leið og að sjálfsögðu yrði hún alltaf unnin í samstarfi við fagfólk fræðslusviðsins.

Dagforeldravandinn er raunverulegur og hér er erfitt að koma börnum í vistun áður en þau hefja leikskólagöngu. Með þessari leið skapast möguleiki á að leysa þann vanda með því að taka börn inn fyrr á sama tíma og við þrýstum á ríkið að lengja fæðingarorlofið.

Okkur í Lista Grindvíkinga langar á kjörtímabilinu að hefja undirbúning að hönnun nýs leikskóla sem rísa mun í Hópshverfinu. Til er fín teikning og hönnun af Laut sem þó þarf að gera breytingar á. Þær breytingar eru út frá ábendingum þeirra sem starfa á Laut og sjá manna best hvað mætti betur fara í nýrri byggingu.

M.v. íbúaþróun þá verður ekki aðkallandi nýr leikskóli í bráð. Því teljum við í Lista Grindvíkinga okkar leið vera skynsamlegt skref á þessum tímapunkti.

Það er dýrt að fara í miklar framkvæmdir og það er dýrt að byggja leikskóla sem ekki yrði fullsetinn. Við teljum okkar leið bjóða upp á ákveðin tækifæri en sé um leið ábyrg þegar kemur að fjárhagslegu hliðinni.

Leið Lista Grindvíkinga á að færa 5 ára börn innan veggja Hópsskóla og taka inn 12 mánaða börn á leikskólana er langt í frá ófær. Hún býður upp á marga möguleika – sérstaklega þegar kemur að umræðunni um að brúa bilið milli skólastiga.

Sem fyrr mun Listi Grindvíkinga alltaf vinna í samráði við fagaðila og í sem mestri sátt við starfsfólkið og þjónustuþegana sem eru jú börnin.

Kristín María Birgisdóttir

Oddviti Lista Grindvíkinga

Opið í Hraunteigi frá 20:00-22:00 í kvöld

Kosningaskrifstofa Lista Grindvíkinga verður opin í kvöld frá 20:00-22:00. Síðar í dag mun stefna okkar birtast heildstæð á vefsíðunni. Við hvetjum íbúa til að kynna sér þessa metnaðarfullu stefnu og koma við í Hraunteigi og ræða hana, fá sér kaffi og spjalla.

Frambjóðendur xG

Grillpartý kl.20:00 í Hraunteigi

Listi Grindvíkinga opnaði kosningamiðstöð sína í Hraunteigi í dag. Þar fóru efstu fjórir yfir málefnalista framboðsins og svöruðu spurningum í kjölfarið.

Grillpartý verður kl. 20:00 þar sem allir eru velkomnir!

Kosningamiðstöð G-listans er í Hraunteigi að Víkurbraut 21a

Lokahönd lögð á stefnuskrána

Frambjóðendur Lista Grindvíkinga hafa undanfarnar vikur unnið að stefnuskrá sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sú vinna hófst með röð funda á Salthúsinu þar sem íbúum var boðinn kostur á að koma sínum málum á framfæri. Síðan settum við skoðanakönnun á netið til að kanna hug fólks til ákveðinna mála auk þess sem fólki gafst kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þá höfum við sett okkur í samband bæði við forstöðumenn og sviðsstjóra bæjarins til að reifa ákveðnar hugmyndir enda gott að fá endurgjöf þeirra sem best til þekkja.

Á laugardaginn munum við kynna stefnumálin okkar og bjóða upp á léttar veitingar þegar við opnum kosningamiðstöð okkar í Hraunteigi að Víkurbraut 21a.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar efstu frambjóðendur tóku að sér að fínisera stefnuskrána. Auðvitað með G-mjólkina líka!

Niðurstöður könnunar!

Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að svara könnun Lista Grindvíkinga. Könnunin var sett  á netið í upphafi síðustu viku þar sem flokkinn langaði að kannan hug bæjarbúa til ákveðinna mála. Alls tóku 107 manns þátt. Svörin eru ekki að neinu leyti rekjanleg og eina bakgrunns-spurningin sem við sóttumst eftir var hversu lengi viðkomandi hefði búið í Grindavík.  Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður hverrar spurningar en opnu spurningarnar verða aðeins að hluta birtar eins og myndirnar sýna þær.

 

 

 

Ertu að fara erlendis eða á sjóinn?

….eða hefurðu ekki kost á að sækja kjörfund þann 26.maí?

Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla er opin hjá sýslumanni. Við minnum fólk sem ekki verður á landinu þann 26.maí næstkomandi að fara og kjósa. Þeir sem eru erlendis og ekki væntanlegir heim þurfa að sjá til þess að kjósa tímanlega svo atkvæðið skili sér heim og í tíma.

 

Grindavíkurvegur: fyrsti áfangi í framkvæmd í haust

Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund með Vegagerðinni í dag um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg. Eins og fram hefur komið hefur 200 milljónum þegar verið ráðstafað í vegaframkvæmdir á veginum og hafa bæjaryfirvöld þrýst mikið á að akstursstefnur verði aðskildar. Á fundinum kom fram að Vegagerðin hefur þegar sent út boð á verkfræðistofur um að vera með í hönnun á framkvæmdinni. Ef allt gengur upp í ferlinu ættu framkvæmdir við fyrsta áfanga að geta hafist í haust. Fyrsti áfangi er veghlutinn milli Seltjarnar og Blaá Lóns afleggjara.  Ekki er um að ræða 2+1 veg alla leið á þessum kafla heldur vegrið, en tvöfaldur kafli verður að hluta til hvora leið (bæði til suðurs og norðurs) svo hægt sé að taka framúr.

Skoðanakönnun – taktu þátt!

Listi Grindvíkinga vinnur nú málefnavinnuna og stefnir á að birta stefnumál sín eftir mánaðamótin. Okkur langar að fá endurgjöf frá þeim sem búa í Grindavík og settum af því tilefni saman nokkrar spurningar sem við hvetjum íbúa til að taka þátt í. Ekki þarf að setja inn sérstakar bakgrunnsupplýsingar f. utan hversu lengi viðkomandi hefur búið í Grindavík. Spurningarnar eru ekki rekjanlegar. Það skiptir okkur máli að fá að vita hvað ykkur finnst og hvernig þið sjáið málum háttað í Grindavík.

Hér má nálgast könnunina!

Með fyrirfram þökk,

Listi Grindvíkinga

xG

Kristín María & Vilhjálmur leiða Lista Grindvíkinga

Kristín María Birgisdóttir, kennari og formaður bæjarráðs Grindavíkur mun leiða Lista Grindvíkinga í komandi sveitarstjórnarkosninum. Þetta er í þriðja  sinn sem Kristín María leiðir listann en hann bauð fyrst fram árið 2010. Listi Grindvíkinga er óháð framboð sem leggur áherslu á samvinnu þvert á flokka og að styðja við góð mál sama hvaðan þau koma.
***
Kristín María er 38 ára stjórnmálafræðingur með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla. Hún er með B.A próf í stjórnmálafræði og hefur einnig menntað sig í mannauðsstjórnun. Ásamt því að vera í bæjarstjórn situr hún í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga, er í varastjórn Lánastjóðs sveitarfélaga og stjórnarformaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
*** 
 Kristín María er í sambúð með Páli Árna Péturssyni, sjómanni og eiga þau soninn Theodór Arnberg (2018). Fyrir á Kristín María soninn Þórð Halldór (2014).
***
Í öðru sæti listans er Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson. Vilhjálmur er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Hann starfar sem tryggingaráðgjafi hjá VÍS í Reykjanesbæ.
***
Vilhjálmur hefur starfað mikið í kringum félagsstörf bæði hjá fyrri atvinnurekendum sem og tengt íþróttum. Hann er í sambúð með Erlu Rut Jónsdóttur, kennara við Grunnskólann í Grindavík og eiga þau þrjú börn, Hreiðar Leó (2010) Maren Sif (2012) og Elvar Frey (2015).
***
Listi Grindvíkinga mun í komandi kosningabaráttu m.a. leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórnun, dagvistunar- og leikskólamál, þjónustu við eldri borgara auk húsnæðismála.
***
Þá mun listinn leggja ríka áherslu á samskipti við stjórnvöld og þrýsta á að m.a. fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði sem fyrst, Grindavíkurvegi verði úthlutað því fjármagni sem þarf til að klára aðskilnað akstursstefna og að heilbrigðis- og öryggisþjónusta verði efld, m.a. með fjölgun sjúkrabíla í bæjarfélaginu.
***
Framboðslisti Lista Grindvíkinga 2018:

1. Kristín María Birgisdóttir – kennari og formaður bæjarráðs
2. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson – tryggingaráðgjafi og viðskiptafræðingur
3. Aníta Björk Sveinsdóttir – sjúkraliði og nemi í iðjuþjálfun
4. Gunnar Baldursson – sjúkraflutningamaður
5. Þórunn Alda Gylfadóttir – kennsluráðgjafi
6. Guðjón Magnússon – pípulagningamaður og starfsmaður Securitas
7. Sigríður Gunnarsdóttir – kennari
8. Steinberg Reynisson – iðnaðarmaður
9. Angela Björg Steingrímsdóttir – framhaldsskólanemi
10. Þórir Sigfússon – bókari
11. Steinnunn Gestsdóttir – starfsmaður í dagdvöl aldraðra í Víðihlíð
12. Steingrímur Kjartansson  – sjómaður
13. Guðveig Sigurðardóttir – húsmóðir og eldri borgari
14. Lovísa Larsen – framhaldsskólakennari

Fljótlega munu birtast ítarlegri upplýsingar um aðra frambjóðendur Lista Grindvíkinga

G listinn á Snapchat

Listi Grindvíkinga ætlar að vera öflugur á samfélagsmiðlunum fyrir komandi kosningar, fara yfir áherslur og helstu stefnumál.  Endilega addið okkur!

Þriðji málefnafundurinn á Salthúsinu

Þriðji og jafnframt síðasti málefnafundur Lista Grindvíkinga verður haldinn á Salthúsinu, efri hæð, miðvikudaginn 28. mars kl.17:00. Þeir málaflokkar sem til umræðu verða eru frístunda- og menningarmál, skipulagsmál og hafnarmál.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Málefnastarf og bæjarmálafundur

Listi Grindvíkinga heldur áfram með málefnavinnuna, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, í dag kl.17:00 á efri hæð Salthússins.Á þessum málefnafundi verða tekin fyrir umhverfis- og ferðamál auk skipulagsmála.  Í kjölfarið verður svo mánaðarlegur bæjarmálafundur kl.18:00 ATH breytta tímasetningu. Á dagskrá bæjarmálafundarins verður að venju málefni bæjarstjórnarfundarins á morgun.

 

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Viltu hafa áhrif?

Hefurðu skoðun á hvað megi bæta hjá Grindavíkurbæ? Langar þig að koma skoðun þinni á framfæri?

Listi Grindvíkinga byrjar málefnastarf sitt fyrir komandi sveitastjórnarkosningar á mánudaginn kemur 19.mars á efri hæð Salthússins kl. 17:00

Þeir málefnaflokkar sem til umræðu verða eru: Fræðslu- og félagsmál, umhverfis- og ferðamál, skipulagsmál og frístunda- og menningarmál.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

 

Ný stjórn G-listans

Á aðalfundi Lista Grindvíkinga sem haldinn var á dögunum var ný stjórn skipuð.

Formaður

Gunnar Baldursson

Varaformaður

Kristín María Birgisdóttir

Gjaldkeri

Þórir Sigfússon

Ritari

Þórunn Aldra Gylfadóttir

Meðstjórnandi

Aníta Björk Sveinsdóttir

Daggæsla barna í heimahúsum – staða og framtíðarsýn

Greinin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Járngerðar. 

Mikil umræða hefur verið um daggæslumál í sveitarfélaginu undanfarin misseri. Nánar tiltekið um daggæslu barna í heimahúsum, en þeirri starfsemi er ætlað að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs þar til börn komast inn í leikskóla. Verulegur skortur hefur verið á daggæsluplássum í heimahúsum undanfarin ár og fyrir liggur að þeim muni að óbreyttu fækka enn frekar frá næsta hausti.

Ætla má að á hverjum tíma séu foreldrar 40 – 60 barna í þörf fyrir daggæslu í heima- húsi. Mikill meirihluti nýbakaðra foreldra í dag eru báðir á vinnumarkaði fram að fæðingu barns og nýta svo rétt sinn til fæðingarorlofs í kjölfarið, þ.e. í 9 mánuði. Þrátt fyrir að báðir foreldrar hafi fullan hug á því að snúa aftur í sín störf að loknu orlofi, liggur fyrir að það er ekki hægt við núverandi aðstæður þar sem ekki eru laus daggæslupláss í sveitarfélaginu. Í þeim tilvikum þarf annað foreldrið að segja starfi sínu lausu og hverfa af vinnumarkaði tímabundið, jafnvel allt þar til barn kemst inn í leikskóla sem ekki er tryggt við 18 mánaða aldur, þar sem einungis þau börn sem verða fullra 18 mánaða við upphaf leikskóla að hausti eiga tryggt pláss. Fyrir liggur að í miklum meirihluta tilvika fellur það í hlut móður að hverfa frá vinnumarkaði og því er hér öðrum þræði um jafnréttismál að ræða.

Hér að framan hafa verið raktar aðstæður þar sem báðir foreldrar eru til staðar í fjölskyldueiningu og þarf því engum að dyljast hversu aðstæður einstæðra foreldra eru erfiðar, þar sem einungis er sex mánaða fæðingarorlofi til að dreifa. Í þeim tilvikum hefur foreldrið ekki tekjumöguleika á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi fái það ekki daggæslupláss og líkur á félagslegum erfiðleikum og félagslegri einangrun aukast til muna. Í þeim aðstæðum er oft eini kostur- inn að sækja um fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá sveitarfélaginu.

Daggæsla barna í heimahúsum er sjálf- stæður atvinnurekstur en leyfisskyld af hálfu sveitarfélaga og eftir atvikum heilbrigðis- eftirlits. Um starfsemina gilda ákvæði reglu-

gerðar nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum en í reglugerðinni er m.a. kveðið á um heimild sveitastjórna til að greiða niður kostnað við daggæslu. Um árabil fólst fjárhagslegur stuðningur Grindavíkurbæjar við daggæslu barna í heimahúsum eingöngu í niðurgreiðslum daggæslugjalda en undan- farin ár hefur þessi stuðningur aukist verulega og er nú mjög víðtækur. Bæjarstjórn Grinda- víkur samþykkti á fundi sínum hinn 27. febrúar s.l. reglur um daggæslu barna í heimahúsum en í þeim er kveðið á um ábyrgð og skyldur dagforeldra, ábyrgð og skyldur foreldra, umsjón og eftirlit sveitarfélagsins og fjárhagslegan stuðning sveitarfélagsins við starfsemina.

Fjárhagslegur stuðningur sveitarfélagsins við starfsemi dagforeldra er nú eftirfarandi:

a) Niðurgreiðsla vistunargjalda eru kr. 55.000,- vegna hjóna/sambúðaraðila og kr. 65.000 vegna einstæðra foreldra miðað við 8 klst. vistun.

b) Eftir að barna nær fullra 18 mánaða aldri skal koma til aukin niðurgreiðsla þannig að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla.

c) Niðurgreiðsla á námskeiðsgjöldum fyrir nýja dag foreldra eða dag foreldra með bráðabirgðaleyfi skal nema 75%.

d) Stofnstyrkur vegna nýrra daggæsluleyfa skal nema kr. 100.000,-. Styrkurinn skal greiddur út við næstu mánaðamót eftir að starfsemi hefst. Skilyrði þess að greiddur verði stofnstyrkur er að dagforeldri sé með heimilaðan hámarksfjölda barna í daggæslu.

e) Veita skal árlegan búnaðarstyrk að fjárhæð kr. 50.000,-. Styrkurinn greiðist út 1. september ár hvert að því gefnu að dagforeldri hafa starfað samfellt í a.m.k. átta mánuði með heimilaðan hámarksfjölda barna í gæslu.

f) Álag vegna gæslu eigin barna skal vera 50% ofan á almenna niðurgreiðslu. Skilyrði þess

að greitt verði álag er að dagforeldri sé með heimilaðan hámarksfjölda barna í gæslu.

g) Ef dagforeldri leggur heimili sitt undir daggæslu skal greiddur húsnæðisstyrkur að fjárhæð kr. 15.000,- á hvert barn í mánuði hverjum. Skilyrði þess að greiddur verði húsnæðisstyrkur er að dag foreldri sé með heimilaðan hámarksfjölda barna í gæslu. Ekki er þó greiddur húsnæðisstyrkur með eigin barni.

Í nýsamþykktum reglum er að finna tvö nýmæli, þ.e. annars vegar varðandi stofnstyrk vegna daggæslu að fjárhæð kr. 100.000,- og hins vegar um húsnæðisstyrk að fjárhæð kr. 15.000,- á hvert barn í gæslu.

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram undanfarið til að mæta þörfum foreldra barna sem ekki eiga kost á daggæslu. Lagt hefur verið til að taka upp s.k. heimgreiðslur til foreldra en það felur í sér að sveitarfélagið veiti foreldrum styrk sem nemur almennum niðurgreiðslum til dagforeldra, sbr. a-lið 2. mgr. 1. gr. reglnanna. Fylgjendur tillögunnar benda á að bæjaryfirvöld hafi nú þegar samþykkt að greiða niður daggæslu vegna barna í þessari stöðu og því eigi einu að gilda hvort greiðslurnar renni beint til foreldra. Jafnframt er bent á að foreldrar geti fengið leyfi til daggæslu hjá sveitarfélaginu til að sinna eigin barni og þannig fengið niðurgreiðsluna. Þeir sem eru ósammála tillögunni benda á að þessi leið leysi á engan hátt daggæsluvandann heldur jafnvel viðhaldi honum. Þá hefur verið bent á að slík meðferð á tekjum sveitarfélagsins í þágu fámenns hóps íbúa sé hæpin út frá jafnræðissjónarmiðum. Tillagan hlaut hljómgrunn í félagsmálanefnd Grindavíkur en var synjað að svo stöddu í bæjarráði um miðjan febrúar.

Undanfarin ár hefur Grindavíkurbær leigt út húsnæði til dagforeldra sem starfa saman að daggæslu með allt að 10 börn. Sveitarfélagið reiknar dagforeldrum leigu samkvæmt viðteknum viðmiðum um rekstur fasteigna en að öðru leyti er rekstur daggæslunnar á ábyrgð dagforeldra. Gerðir hafa verið slíkir samningar gagnvart tveimur pörum dagforeldra, annars vegar um húsnæði við gamla gæsluvöllinn við Hraunbraut og hins vegar um útistofu við Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Þessi leið hefur gefist vel. Húsnæði í eigu sveitarfélagsins var í boði á þeim tíma og leigukjör viðráðanleg. Nú er staðan hins vegar þannig að húsnæðið við Hraunbraut er ónýtt, bráðabirgðaaðstaða í þjónustuhúnæði tjaldsvæðiðsins verður ekki lengur fyrir hendi frá og með maí nk. og tímaspursmál er hvenær grunnskólinn gerir tilkall til þess að fá útistofur við skólann aftur í notkun vegna fjölgunar nemenda.

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagisins vegna yfirstandandi árs er gert ráð fyrir kr. 45.000.000 í hönnun og byggingu húsnæðis undir daggæslu fyrir allt að 20 börn. Vinna við hönnun er hafin og horft hefur verið til tveggja kosta varðandi staðsetningu húsnæðisins, annars vegar við Hraunbraut og hins vegar við Hópsskóla. Sú spurning hefur vaknað í þessu sambandi hvort þessi fjárfreka leið sé í raun til þess fallin að leysa þann vanda sem foreldrar barna á daggæslualdri standa frammi fyrir? Munu einhverjir aðilar vera reiðubúnir að gera samning við sveitarfélagið um leigu á húsnæðinu á eðlilegum leigukjörum þegar þar að kemur? Mun sú krafa koma upp eftir að húsnæðið rís, að sveitarfélagið sjálft reki daggæslu í húsnæðinu með tilheyrandi starfsmanna- og rekstrarkostnaði? Er þá ekki nær að stíga skrefið til fulls og byggja nýjan leikskóla með ungabarnadeild, þ.e. taka inn börn frá 12 mánaða aldri?

Á fundi bæjarráðs um miðjan febrúar sl. þar sem heimgreiðslum foreldra var synjað að svo stöddu bókaði bæjarráð: „Bæjarráð hafnar erindinu að svo stöddu en mun taka þetta inn í heildarumræðu um dagvistunarmál. Nú er vinna í gangi að kanna húsnæðismál fyrir dagvistun og mun liggja fyrir niðurstaða í því á næstu mánuðum. Ljóst er að vandi vegna skorts á dagforeldrum er ekki eingöngu vandi sveitarfélaga heldur þarf ríkið að koma þar að málum, t.d. með því að lengja fæðingarorlof.“

Oft ratast kjöftugum satt á munn. Hér bendir bæjarráð á hina augljósu staðreynd að vandinn vegna skorts á dagforeldrum er ekki eingöngu sveitarfélaga að leysa heldur þarf ríkið einnig að koma þar að málum. Í því sambandi er rétt að halda því til haga að ríkisvaldið er vel meðvitað um stöðuna og hefur stefnan verið mörkuð að þessu leyti.

Í mars 2016 gaf Velferðarráðuneytið út framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum þar

Húsnæði Krílakots sem hefur verið úrskurðað ónýtt

sem m.a. er lagt til að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Einnig er lagt til að skipuð verði verkefnisstjórn með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga sem leiti leiða svo unnt sé að bjóða öllum börnum dvöl í leikskóla við 12 mánaða aldur. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016 – 2019 sem samþykkt var á Alþingi 7. september 2016 kemur m.a. fram að megintillögur úr framangreindri framtíðarstefnu skuli nýttar sem leiðarljós við endurreisn fæðingarorlofskerfisins og að unnið verði að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar kveður við sama tón.

Samkvæmt framangreindu er því ekki óvarlegt að ætla að landslagið í þessum málum verði verulega breytt innan fárra ára. Það leysir hins vegar ekki þann vanda sem nú og í bráð steðjar að foreldrum barna í þörf fyrir gæslu.

Eins og áður hefur komið fram er daggæsla barna í heimahúsi sjálfstæður rekstur, háður leyfi sveitarfélaga og eftir atvikum heilbrigðisnefndar. Skyldur sveitarfélaga eru afar fábrotnar að öðru leyti gagnvart starfseminni og felast einkum í umsjónar- og eftirlitshlutverki sveitarfélagsins. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum veitir sveitarfélögum heimild til að greiða niður kostnað vegna daggæslunnar og nýtir Grindavíkurbær þá heimild með margvíslegum fjárhagslegum stuðningi við starfsemina eins og fram hefur komið.

Tekjumöguleikar dagforeldra eru töluverðir, enda gjaldskrá þeirra frjáls. Fjárhagslegur stuðningur sveitarfélagsins með hverju barni, þ.e. almenn niðurgreiðsla og húsnæðisstyrkur nemur kr. 70.000 – 80.000 á mánuði eftir því hvort um barn einstæðra foreldra eða hjóna/sambúðarfólks er að ræða og ræður gjaldskráin svo þeim heildartekjum sem dagforeldrið aflar með hverju barni. Ákvörðun gjaldskrár lýtur almennum markaðslögmálum en sveitarfélagið tryggir að foreldrar barna í daggæslu greiði ekki meira en sem nemur leikskólagjöldum frá fullra 18 mánaða aldri.

Samkvæmt framangreindu ættu rekstrartekjur dagforeldra hæglega að geta numið frá kr. 625.000 – 750.000 í mánuði hverjum miðað við fimm börn í gæslu. Þá er vert að minna á að tveir dagforeldrar geta starfað saman í heimahúsi annars þeirra að uppfylltum m.a. kröfum um lágmarks leikrými fyrir hvert barn (3 m2). Ef svo ber undir þá fær þó einungis það dagforeldri sem leggur til heimili sitt undir starfsemina húsnæðisstyrkinn.

Skortur á daggæslu fyrir börn í heimahúsi hefur verið tilfinnanlegur í sveitarfélaginu undanfarin ár. Fyrirséð er að innan fárra ára verði þörf á daggæslu barna í lágmarki enda hafi fæðingarorlof verið lengt og sveitarfélög almennt að taka inn börn í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Þangað til sá tími rennur upp er vandinn raunhæfur og sitt sýnist hverjum um til hvaða lausna skuli gripið. Á heildina litið geta flestir verið sammála um að farsælasta lausnin sé sú að aðilar sjái tækifæri í því að sinna daggæslu barna í heimahúsum, með víðtækum fjárhagslegum stuðningi sveitarfélagsins og óheftri atvinnuþáttöku þeirra foreldra sem það kjósa.

Nökkvi Már Jónsson

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs

Vertu með okkur!

Það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram í lok maí næstkomandi. Listi Grindvíkinga bauð fyrst fram árið 2010 og svo aftur árið 2014. Verkefnið hefur verið skemmtilegt, krefjandi og félagsskapurinn frábær. Við vildum með framboði okkar bjóða fólki aðkomu að sveitarstjórnarmálum án þess að vera bundið ákveðnum stjórnmálaflokki, fólk má í rauninni vera í hvaða flokki sem það vill. Við hittumst mánaðarlega fyrir hvern bæjarstjórnarfund og eru allir velkomnir á þá fundi. Þeir eru alltaf auglýstir á vefsíðu G-listans auk vefsíðu Grindavíkurbæjar.

Listi Grindvíkinga stefnir að sjálfsögðu aftur að því að bjóða fram lista og málefni í vor. Ef þú hefur áhuga á að vera með endilega komdu við í kaffi eða sendu okkur línu. Finna má netföng nefndarfólks fyrir neðan.

Nefndarfólk G-listans

Við vinnum fyrir ykkur og hvetjum fólk til að senda okkur línu ef það hefur spurningar eða athugasemdir um það sem er í gangi í hverjum málaflokki.

Bæjarráð og bæjarstjórn

Kristín María Birgisdóttir

– formaður

kristinmaria@grindavik.is

Hafnarstjórn

Pétur Benediktsson peturben@vgsmidja.is

Frístunda- og menningarnefnd

Þórunn Alda Gylfadóttir

– formaður

thorunn@grindavik.is

Aníta Björk Sveinsdóttir anitasveins@gmail.com

Umhverfis- og ferðamálanefnd

Gunnar Baldursson – formaður lindberg28@simnet.is

Aníta Björk Sveinsdóttir anitasveins@gmail.com

Fræðslunefnd

Ómar Sævarsson omarsaevarsson@gmail.com

Skipulagsnefnd

Þórir Sigfússon thorirs@simnet.is

Félagsmálanefnd

Laufey Birgisdóttir

– formaður (óháð)

Gunnar Baldursson lindberg28@simnet.is

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja

Þórir Sigfússon thorirs@simnet.is

Aðalfundur okkar verður haldinn á efri hæð Salthússins næstkomandi miðvikudag, 7. mars kl. 20:00. Við hvetjum áhugasama til að líta við og hitta G-lista fólk.

Aðalfundur 7.mars

Listi Grindvíkinga heldur aðalfund miðvikudaginn 7.mars  kl. 20:00 á efri hæð Salthússins.

Dagskrá fundarins:  
•    Venjuleg aðalfundarstörf
•    Önnur mál

Allir velkomnir!

Súpufundur í kvöld kl. 19:30

Bæjarmálafundur Lista Grindvíkinga verður haldinn í kvöld á Salhúsinu kl. 19:30. Á dagskrá eru málefni bæjarstjórnarfundarins á morgun auk þess sem komandi sveitarstjórnakosningar verða einnig til umræðu. Allir velkomnir. Súpa, brauð og kaffi í boði.

Listi Grindvíkinga

Grindvíkingar ánægðir með þjónustu sveitarfélagins

Nýlega birti Gallup niðurstöður sínar úr árlegri þjónustukönnun meðal 19 stærstu sveitarfélaganna. Óhætt er að segja að Grindavíkurbær sé að koma vel út úr þeirri könnun en í langflestum þáttum er ánægja íbúanna yfir landsmeðaltali í flestum þáttum. Það kom svo sem ekki á óvart að ánægja hefur aðeins dregist saman milli ára þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og merkjum við að þar spili dagvistunar- og leikskólamálin stærstan þáttinn. Niðutstöður þessarar könnunar ásamt þeim opnu svörum sem íbúum gafst kostur á að svara er dýrmætur efniviður þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram í vor. Svör íbúa við þessari könnun skipta miklu máli því öðruvísi er erfitt að leggja mat á það hvernig Grindavíkurbær er að standa sig gagnvart íbúum bæjarins. Ber því að þakka þeim sem gáfu sér tíma til að svara.

Könnunin var framkvæmd í nóvember/desember 2017.

Hér  má sjá hvernig þjónustuþættirnir eru að koma út hjá Grindavíkurbæ en myndirnar tala sínu máli í glærum Gallup. Þjónustukönnun 2017

Grindavík í samanburði við önnur sveitarfélög:

Súpufundur G-listans í kvöld kl.19:30

Bæjarmálafundur Lista Grindvíkinga verður haldinn á efri hæð Salthússins í kvöld klukkan 19:30 – ATH breytta tímasetningu! Til umræðu verða málefni bæjarstjórnarfundarins sem haldinn er á morgun, þriðjudaginn 30.janúar kl.17:00.

Í boði verður súpa og brauð, heitt verður á könnunni og allir velkomnir!

Listi Grindvíkinga

Allt reynt til að fjölga dagforeldrum

Bæjarstjórn í samvinnu við fræðslusvið hefur í þó nokkurn tíma reynt að efla þjónustu dagforeldra. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu þeirra í Grindavík og er það mat okkar að daggæsla áður en leikskólaganga hefst sé gríðarlega mikilvæg svo foreldrar geti snúið aftur á vinnumarkaðinn við lok fæðingarorlofs.

„Þó er ljóst að á meðan fæðingarorlofið er ekki lengra en raun
ber vitni þá munu sveitarfélög og íbúar þess eiga í vandræðum
með þjónustuna ef ekki fást dagforeldrar til að sinna henni.“

Þó er ljóst að á meðan fæðingarorlofið er ekki lengra en raun ber vitni þá munu sveitarfélög og íbúar þess eiga í vandræðum með þjónustuna ef ekki fást dagforeldrar til að sinna henni. Einn liður í að létta undir með foreldrum barna sem eru hjá dagforeldum, og komast ekki strax á leikskóla, er að niðurgreiða gjaldið svo það sé til jafns við leikskólagjöld. Góð hugmynd sem kom frá minnihlutanum og meirihlutinn samþykkti í upphafi kjörtímabilsins.

Grindavíkurbær styður á margvíslegan hátt við starfsemi dagforeldra í sveitarfélaginu:
• Með niðurgreiðslum gjalda (kr. 55.000,- fyrir hjón og kr. 65.000,- fyrir einstæða m.v. 8 klst. vistun)
• Með auknum niðurgreiðslum gjalda vegna barna sem náð hafa 18 mánaða aldri
• Með styrkjum til að sækja námskeið til verðandi dagforeldra og dagforeldra með bráðabirgðaleyfi
• Með árlegum búnaðarstyrk til dagforeldra
• Með því að leggja til húsnæði til útleigu fyrir starfsemi dagforeldra

Þrátt fyrir framangreindan stuðning sveitarfélagsins við starfsemi dagforeldra hefur ekki ákjósanlegur fjöldi daggæslurýma náðst í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld hafa vilja til að styðja enn frekar við starfsemina með því að veita húsnæðisstyrk til þeirra sem sinna daggæslu í heimahúsi. Styrkurinn myndi nema kr. 15.000,- á hvert barn í daggæslu eða kr. 75.000,- m.v. fimm börn í daggæslu hverju sinni. Ef tveir aðilar myndu sameinast um daggæslu í heimahúsi myndi styrkurinn renna til þess aðila sem leggur heimili sitt til rekstursins.

Það er einlæg von okkar að sá vandi sem blasir við vegna skorts á dagforeldrum til starfa leysist innan tíðar. Bæjaryfirvöld eru sammála um að reyna eftir fremsta megni að koma til móts við þá aðila sem í hyggju hafa á að sinna þjónustunni. Dæmin hér að ofan sýna að viljinn er ríkur.

Pistillinn birtist fyrst í Bæjarmálatíðindum Lista Grindvíkinga sem komu út fyrir jól og lesa má í heild sinni hér. 

Áfram barátta fyrir bættum Grindavíkurvegi

Fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarstjóri og aðilar úr Samráðshópi um bættan Grindavíkurveg hafa undanfarna mánuði þrýst á umbætur á Grindavíkurvegi. Eftir að hafa í mörg ár átt samtal við Vegagerðina um öryggi vegarins var farið á fund með þeim í mars á þessu ári. Þar fórum við yfir málið og lýstum yfir áhyggjum okkar af ástandi vegarins og að
bið eftir umbótum væru komnar að þolmörkum.

Fundurinn var ágætur og í kjölfarið var unnin svokölluð öryggisúttekt á umhverfi vegarins. Mikið er um útaf akstur
og því var reynt að gera umhverfi vegarins þannig að ekki tækju við stór grjót eða mikið hraun þegar bíll færi útaf. Möl var auk þess sett í vegkanta til að bæta grip og þannig aðstoða ökumenn við að koma sér aftur upp á veg, séu þeir að missa bílinn útaf.

„Allir vilja beita sér fyrir því að bæta veginn, enda hefur
úttekt sýnt að hann er bæði einn áhættumesti og slysamesti
vegur landsins. “

Þingmenn sammála um nauðsyn þess að setja veginn á samgönguáætlun.

Í kjölfar fundarins í mars með Vegagerðinni áttum við fund með tveimur ráðherrum, annars vegar Jóni Gunnarssyni, þáverandi samgöngumálaráðherra og hins vegar Benedikt Jóhannessyni þáverandi fjármálaráðherra. Þeir fundir voru að mörgu leyti ágætir en engu lofað um að fá veginn á áætlun. Eins og við vitum leystist sú ríkisstjórn upp og aftur var kosið.

„Það er ljóst að til að fá veginn á áætlun þá þurfa þingmenn
okkar að vera sammála um að það sé forgangsmál að setja
Grindavíkurveg inn á samgönguáætlun.“

Í aðdraganda kosniganna sendi undirrituð formönnum allra flokka auk efstu frambjóðenda í Suðurkjördæmi fyrirspurn um veginn. Hvort þeir teldu veginn öruggan og ástandið ásættanlegt. Ef ekki, hvort þeir hyggðust beita sér fyrir því að koma honum á samgönguáætlun. Svörin sem bárust til baka voru einróma: allir vilja beita sér fyrir því að bæta veginn, enda hefur úttekt sýnt að hann er bæði einn áhættumesti og slysamesti vegur landsins. Í lok nóvember var aftur farið á fund Vegagerðarinnar. Tilgangurinn var að fá að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á „2+1“ vegi með aðskildum akstursstefnum, mögulega að hluta til, til að byrja með. Þetta vildum við athuga til að flýta fyrir framkvæmdum þegar vegurinn verður vonandi settur á áætlun. Vegagerðin tók jákvætt í erindið og verður farið í að vinna þá forvinnu sem þarf til að gera undirbúning og skipulag klárt.

Þarf að vera forgangsmál allra þingmanna kjördæmisins. 

Næstu skref okkar eru að fylgja málinu eftir innan ráðuneytanna og þá fyrst og fremst samgönguráðuneytisins en sá ráðherra sem tók við því embætti er einmitt úr okkar kjördæmi. Við höfum þegar óskað eftir fundi bæði með ráðherra samgöngumála og ráðherra fjármála. Á fundi með þingmönnum kjördæmisins um miðjan nóvember áttum við gott spjall við þá sem komust til fundarins. Það er ljóst að til að fá veginn á áætlun þá þurfa þingmenn
okkar að vera sammála um að það sé forgangsmál að setja Grindavíkurveg inn á samgönguáætlun.

Vegferðin heldur því áfram og við þurfum áfram að þrýsta á yfirvöld. Sá þrýstingur mun ekki hætta fyrr en við fáum veginn á áætlun og að hún verði að fullu fjármögnuð. Bæjaryfirvöld hafa fengið fund með samgönguráðherra 20.des
og verður eftir fremsta megni reynt að koma veginum inn á áætlun svo hefja megi umbætur sem fyrst.

Uppfært: Eftir að pistillinn fór í loftið á netinu í desember afgreiddi ríkisstjórnin viðbót við fjárlög og mun Grindavíkurvegur fá 200 milljónir til lagfæringa á næsta ári. Það er markmið okkar bæði í bæjarstjórn og samráðshópi um bættari veg að ná nægu fjármagni til að hefja megi þá mikilvægu framkvæmd að breikka veginn og aðskilja akstursstefnur. 200 milljónir eru ágætis upphaf til að hefja undirbúning og hönnun en morgunljóst er að meira fjármagn þarf að koma til svo fara megi í nauðsynlegar endurbætur að fullu.

 

Kristín María Birgisdóttir
Formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og
fulltrúi í samráðshópi um bættan Grindavíkurveg.

 

Pistillinn birtist fyrst í vefútgáfu Bæjarmálatíðinda Lista Grindvíkinga sem lesa má í heild sinni hér.

Íþrótta- og menningarstarf öflugt í Grindavík

Glæsilegt íþróttaár er að baki og lauk því með uppskeruhátíð íþróttafólks sem haldin var í Gjánni í dag. Þar voru valin bæði íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur. Mig langar fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar að óska öllu því frábæra íþróttafólki sem var heiðrað og fékk viðurkenningar í dag til hamingju með sinn árangur. Sérstakar hamingjuóskir fá Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður, íþróttamaður Grindavíkur 2017 og Dröfn Einarsdóttir, knattspyrnukona, íþróttakona Grindavíkur 2017. 

Við erum þekkt fyrir okkar mikla íþróttastarf hér í bænum og vekur það athygli víðsvegar um landið hvernig Grindavíkurbær kemur að starfinu. Eitt hófstillt gjald og börn og unglingar fá að æfa þær íþróttir sem hugur þeirra leggst til. Á nýju ári hefjast framkvæmdir við nýtt og stærra íþróttahús sem löngu er orðið tímabært þar sem starfssemi þess hefur aukist ár frá ári. Verður spennandi að fylgjast með komandi kynslóð við æfingar og keppni í nýrri aðstöðu.

Það vakti athygli mína að á þessu ári eru Grindvíkingar búnir að eiga unglinga sem hafa verið valin í landsliðin til æfinga og keppni bæði hérlendis og erlendis og megum við þakka það þessu mikla starfi sem á undan hefur verið unnið. Það er mikil og góð vinna lögð í íþróttastarfið og skilar það sér í góðu íþróttafólki.

„Við megum vera stolt af þessum ungmennum sem starfa í ungmennaráði því þau eru rödd unga fólksins
sem koma til með að taka
við af okkur“

Skák og hjólreiðar að sækja í sig veðrið
Við bjóðum upp á fjölbreytta íþróttastarfssemi og hafa nýjar greinar verið að sækja í sig veðrið, eins og skákin og hjólreiðarnar. Skák hefur verið kennd undanfarin ár í grunnskólanum og hafa nemendur verið duglegir að sækja keppnir á þeirra vegum og unnið til verðlauna. Skákin er einnig kennd í Gjánni einu sinni í viku og hafa eldri borgarar verið að koma og keppa við yngri kynslóðina sem er mjög jákvætt að brúa bil kynslóðanna með þessum hætti. Hjólreiðar hafa að undanförnu vakið athygli hér í bæ, Hjólakraftur er val í grunnskólanum og hjóla nemendur með þeim tvisvar í viku og taka svo þátt í WOW Cyclothon keppninni þar sem hringvegurinn er hjólaður. Við áttum einnig tvö lið í WOW Cyclothon hjóleiðakeppninni núna í sumar, Grindavík kk og Löðrandi sveittar mæður tóku þátt og stóðu sig mjög vel í keppninni.

Minja- og sögufélagið með gott starf
Það má með sanni segja að við séu einnig að sækja í okkur veðrið í menningarmálum, menningarvikan okkar er orðin stór hluti af þeim viðburðum sem eru árlega hér í bæ. Undirbúningar fyrir næstu menningarviku hefst um leið og þeirri síðustu lýkur og eru áherslurnar misjafnar á hverju ári sem gerir þennan viðburð svo skemmtilegan. Við leitum fanga til Grindvíkinga og hafa þeir svo sannarlega lagt sitt að mörkum til þessarar hátíðar með listviðburðum á borð við listsýningar, upplestur og frásagnir einstaklinga sem hafa fengið okkur til að hlæja. Opin hús hjá Handverksfélaginu Greip og Minja og sögufélagi Grindavíkur sem hafa vakið athygli á því góða starfi sem þar er unnið af fólki sem hefur áhuga á því sem það er að gera og er alltaf gaman að koma til þeirra og fylgjast með listsköpun og varðveislu á menningarminjum.

Megum vera stolt af ungmennaráðinu
Við eigum hér ungmennaráð sem hafa komið með góðar tillögur til að efla hér bæði íþróttalíf, menningu og ungmennagarð sem er til sóma. Við megum vera stolt af þessum ungmennum sem starfa í ungmennaráði því þau eru rödd unga fólksins sem koma til með að taka við af okkur. Sjómannagarðurinn hefur fengið nýja ásýnd og er áætlað á næstu árum að halda áfram vinnu við garðinn, núna er þar kominn útikennslustofa sem verður vel nýtt á komandi árum.

Á þessu má sjá að hér er unnið mikið og gott starf bæði innan íþróttahreyfingarinnar og við eflingu menningar, við getum hlakkað til komandi viðburða á næsta ári og hvet ég ykkur kæru Grindvíkingar til að sækja þessa viðburði hvort sem það eru íþróttaleikir eða menningarviðburðir.

Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar.

Þórunn Alda Gylfadóttir
Formaður frístunda- og menningarnefndar

 

Pistillinn birtist fyrst í vefútgáfu Bæjarmálatíðinda G-listans sem lesa má í heild sinni hér.

Áfram góður rekstur

Það hefur verið af nógu að taka á kjörtímabilinu sem senn rennur sitt skeið. Eins og lofað var, hefur verið haldið tryggilega utan um rekstur bæjarins og aðhalds gætt eftir fremsta megni. Sitjandi bæjarstjórn mun skila af sér góðu búi fyrir þá næstu að taka við.

Eins og venja er hér í Grindavík hefur fjárhagsáætlunin verið unnin af allri bæjarstjórn. Vinnufundir hafa verið haldnir auk íbúafundar milli fyrri og seinni umræðu. Mig langar að þakka aftur samstarfsfélögum mínum í bæjarstjórn fyrir góða vinnu, ásamt sviðstjórum og starfsfólki bæjarins. Þá vil ég líka þakka þeim íbúum sem komu á íbúafundinn og létu skoðanir sínar í ljós með hvað mætti bæta. Við ræddum allar hugmyndirnar og farið var í að bregðast við öllu því sem unnt var, en vinna var þegar hafin við sumar þeirra eins og dagvistunarmálin. Það skiptir okkur máli að fá endurgjöf frá íbúum.

„Staða bæjarins er það góð að ekki þarf að taka nein lán fyrir
framkvæmdum. Grindavíkurbær skuldar lítið og hefur því
svigrúm til fjárfestinga í stað þess að greiða niður lán.“

Engin lántaka
Á kjörtímabilinu hefur verið farið í þó nokkrar fjárfestingar. Þær stærstu eru hafnarframkvæmdir við Miðgarð,undirbúningur að nýju íþróttahúsi og sex nýjar íbúðir við Víðihlíð. Ætla má að nýtt íþróttahús komist í notkun snemma á árinu 2019 og vonandi verður hægt að úthluta nýjum íbúðum við Víðihlíð strax næsta vor. Staða
bæjarins er það góð að ekki þarf að taka nein lán fyrir framkvæmdum. Grindavíkurbær skuldar lítið og hefur því svigrúm til fjárfestinga í stað þess að greiða niður lán. Framkvæmdir kalla þó á aukinn rekstur og því er mikilvægt að skila afgangi fyrir það sem koma skal. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir árið 2018 eru rúmar 208 milljónir.

Stærstu fjárfestingar
Stærstu fjárfestingarnar næstu fjögur árin eru; nýtt íþróttahús, íbúðir við Víðihlíð, endurbætur á bæjarskrifstofum,
salernis- og veitingaaðstaða við Hópið, ný dagvistunarrými, frumhönnun að nýjum leikskóla og endurhönnun á Hópsskóla, útiskúr við Hópsskóla til að sinna list- og verkgreinum. Þá má vænta þess að fá ærslabelg (hoppudýnu) á árinu 2019 að beiðni Ungmennaráðs Grindavíkur. Þetta er þó aðeins brot af því sem sett hefur verið fram í eignfærða fjárfestingu en áfram verður unnið að gatna- og stígagerð, sjómannagarður verið áfram í vinnslu ásamt viðhaldsframkvæmdum á þeim byggingum sem bærinn á.

„Grindavík er eftirsóttur staður til að búa á, góð atvinnuskilyrði
og öflug grunnþjónusta spilar þar lykilhlutverk. Það er því
verkefni bæjaryfirvalda að halda lóðaframboði í samræmi við
uppbyggingu innviða.“

Innviðir og uppbygging
Í ný samþykktri fjárhagsáætlun er inni fjármagn til frekari gatnagerðar og deiliskipulags. Innan bæjarstjórnar hefur það verið til umræðu að miklu máli skipti að innviðir þoli þá fjölgun sem gert er ráð fyrir. Um það eru allir bæjarstjórn sammála. Þannig má sjá í áætlun fjármagn til að hefja undirbúning að nýjum leikskóla, auk þess sem áætlað er fjármagn í endurhönnun á Hópsskóla. Nú þegar hefur bæjarstjórn farið í mikla vinnu við að laða að dagforeldra og verður sú vinna áfram inni á borði bæjarstjórnar. Grindavík er eftirsóttur staður til að búa á, góð atvinnuskilyrði og öflug grunnþjónusta spilar þar lykilhlutverk. Það er því verkefni bæjaryfirvalda að halda lóðaframboði í samræmi við uppbyggingu innviða.

Kristín María Birgisdóttir
Formaður bæjarráðs.

 

Pistilinn birtist fyrst í netútgáfu Bæjarmálatíðinda G-listans sem kom úr fyrir jól og má lesa hér. 

 

 

Hugleiðing á aðventu

Ljósmynd: Halli Hjálmarsson

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir
himninum hefur sinn tíma. Préd.3:1

Þessi orð um að allt hafi sinn tíma er sammannleg reynsla sem við getum hvert og eitt fundið okkur í, burt séð frá því hvað við glímum við hér og nú. Aðventan hefur sínn tíma með öllum þeim litbrigðum sem hún kallar fram og við mannfólkið endurspeglum í lífi okkar daglega hvert og eitt á sinn hátt.

Það er samt eitthvað alveg sérstakt sem gerist á aðventunni. Þá er ég ekki bara að hugsa um ytri umgjörð, jólaljósin, jólagjafastússið, annríkið og stressið sem oft fylgir undirbúningi jólanna allir á þönum um borg og bý. Nei, það er þetta sérstaka andrúmsloft sem ríkir í samfélaginu á þessum árstíma og fáir eru ósnortnir af. Það er eins og skelin verði þynnri og það verður erfitt að brynja sig fyrir áreitinu úr umhverfinu. Þess vegna á gleðin, en einnig sorgin greiðan aðgang að okkur um þetta leyti en ella.

Við verðum oft meðvitaðri um okkur sjálf og stöðu okkar en einnig á umhverfi okkar og aðra í kringum okkur. Því getur þessi tími bæði verið skapandi tími og tími umbreytinga, tími til að brjótast út úr því sem hindrar okkur, brjóta
niður múra sem ef til vill hafa byggts upp innra með okkur allt frá bernsku okkar. Múra sem kannski hindra okkur í því að gefa og þiggja.

Öllu er afmörkuð stund og ef til vill er þetta stundin þín núna. Stundin sem þú ákveður að breyta einhverju í lífi þínu til góðs og gæfu. Öll erum við ólík en um leið lík að því leyti að öll erum við sköpuð til að mæta augnaráði hvers annars, gjafmildi og gæsku. Það er vegna þess að við erum gerð til að vera í samfélagi við aðra menn, í félagskap sem auðgar og blessar bæði á tímum sorgar og gleði.

Frammi fyrir boðskap jólanna,barninu í jötunni stöndum við berskjölduð. Einfaldur boðskapur sem kemur við kvikuna í okkur, gerir okkur næmari á allt sem er og allt sem við skynjum. Finnum oft fyrir smæð okkar og vanmætti en um leið getur þessi tími orðið til þessa að dýpka skilning okkar fyrir lífinu almennt og ekki síst lífi okkar sjálfra.

Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill framhjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Guð er eilíf ást,
engu hjarta’ er hætt.
Ríkir eilíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofið Guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
allt er ljós og líf.
Stefán frá Hvítadal Sl.74

Guð gefi þér og fjölskyldu þinni
gleði og frið á jólum.
Séra Elínborg Gísladóttir

Hugvekjuna má finna í jólatíðindum G-listans sem birtist nýlega á netinu og má lesa hér.